Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 53
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 53 Endómetríósuteymi Kvennadeildar kvenna. Meðferðir eins og hormónameðferðir, sjúkraþjálfun, sálræn meðferð, verkjameðferð og ýmsar lífsstíls- og sjálfshjálparaðferðir eru stundum betri kostur en aðgerð. Endómetríósa er flókinn fjölkerfa sjúkdómur og gefur því auga leið mikilvægi fjölþættrar meðferðar. Hefur þú sem hjúkrunarfræðingur orðið vör við að það skorti þjónustu við konur sem þjást af endómetríósu? Já ég býst við því. En því miður er það þannig með marga sjúkdóma að það mætti bæta þjónustuna. Það vantar kannski meiri skilning á þessum sjúkdómi almennt í samfélaginu. En það vandamál er líka erlendis því rannsóknir hafa sýnt að almennt líða um 8-10 ár þar til sjúkdómurinn greinist. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er talið að greiningartími á Íslandi sé um 6-7 ár. Á Íslandi greinast um það bil 100 konur á ári og þriðjungur þeirra eru með alvarlegan sjúkdóm. Erlendis sýna rannsóknir að um 10% kvenna séu með sjúkdóminn, sú tala er talin vera lægri hér á landi, líklega milli 5-8%, samkvæmt rannsóknum Reynis Tómasar Geirssonar, og samstarfsaðila. Það væri óskastaða ef það væri annað endómetríósuteymi innan heilsugæslunnar sem gæti þá tekið við eftirfylgd eftir meðferð hjá okkur. En ég vil líka nefna það að greining og meðferð við sjúkdómnum fer einnig fram hjá sérfræðilæknum á stofu, þannig að þjónustan er víða. Hver er tilgangur teymisins? Tilgangur þessa þverfaglega endómetríósuteymis er að sinna sjúklingum með erfið sjúkdómseinkenni, sem eru í greiningarferli, eða ef meðferð annars staðar í kerfinu hefur ekki skilað árangri. Markmið teymisvinnunnar er að auka lífsgæði sjúklings og koma sjúkdómnum í stöðugt ástand. Stefnan er að einstaklingur sé í meðferð hjá teyminu í um það bil eitt ár. Þegar því markmiði er náð þá fer langtímaeftirlit fram utan sjúkrahúss, hjá heimilislækni eða sérfræðilækni á stofu. Sjúklingi er vísað til teymisins með ráðgjafabeiðni, eða tilvísun, sem koma flestar frá sérfræðilæknum í fæðingar- og kvensjúkdómalækningum eða heimilislæknum. Hvernig þjónustar teymið sjúklinga á landsbyggðinni? Við sinnum öllu landinu. Ef sjúklingur þarf að leggjast inn vegna aðgerðar þá er sjúkrahótel í næstu byggingu við Kvennadeildina og við aðstoðum okkar konur við að panta gistingu þar ef þær þurfa. Við erum líka í símasambandi við konur sem búa úti á landi og eru í þjónustu teymisins. Endómetríósuteymi Kvennadeildar Ragnheiður Harpa Hilmarsdóttir hjúkrunarfræðingur, Guðrún Björk Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og Ragnheiður Oddný Árnadóttir kvensjúkdómalæknir eru allar í teyminu. „Endómetríósuteymið var stofnað fyrir nokkrum árum, eða árið 2017, af læknum og hjúkrunarfræðingum deildarinnar með það að markmiði að nálgast sjúkdóminn á þverfaglegri hátt en áður hafði verið gert.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.