Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 14
14 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 99. árg. 2023 Viðtal Hvernig týpa ertu í einni setningu? Ábyrgðarfull, þrautseig og öguð prinsippmanneskja. Vinir mínir segja að ég hafi ríka samkennd og réttlætiskennd, sé trygglynd og góð að hlusta en þrjósk. Hvert hefur verið þitt mesta gæfuspor í lífinu? Mér finnst ég alltaf vera mjög heppin. Hef haft gott fólk í kringum mig, alin upp í sveit í stórfjölskyldu sem hafði óbilandi trú á mér og studdi mig í öllu sem mér datt í hug. Svo hef ég eignast góða vini, mann og börn og tengdafjölskyldu. Gæfusporið er kannski helst það að hafa verið opin fyrir þeim tækifærum sem mæta mér og að vera óhrædd við að takast á við nýja hluti. Ég man eftir nokkrum skiptum þar sem ég tók af skarið og gerði eitthvað sem ég var hrædd við og það leiddi mig inn á nýjar brautir. Hvort sem það var að fara sem au pair til útlanda þegar ég var 15 ára eða þegar ég hringdi í fyrsta skipti í manninn minn úr tíkallasíma á Sólon! Áttu þér óuppfyllta drauma? Ég er meira í að láta lífið leiða mig áfram og vera opin fyrir því sem mætir mér frekar en að eiga stóra drauma og setja mér háleit markmið. Minn stærsti draumur er að lifa lífi sem einkennist af jafnvægi, gleði og kærleika og ég er alltaf að vinna í því. Hvað gerir þú til að næra andann, sérstaklega eftir annasama daga og mikið álag? Ver tíma með fjölskyldu og vinum, elda góðan mat, skrepp á skíði eða fer út að hjóla. Best er ef ég næ að gera þetta allt saman. Hvað í lífinu er þér kærast? Fjölskyldan. Sigríður í hnotskurn Fátítt að einn beri ábyrgðina þegar alvarleg atvik verða Fljótlega eftir að Sigríður tók við starfi framkvæmda- stjóra kom upp alvarlegt atvik á gjörgæslunni. „Heilbrigðisstarfsmaður var ákærður í fyrsta sinn og dreginn fyrir dóm sem einstaklingur sem er í hróplegri andstöðu við það sem við vorum að reyna að koma á; að vinnuumhverfið væri öruggt og starfsfólk gæti sagt frá því sem fór úrskeiðis. Þegar þetta gerist fór í gang vinna við að endurskoða lagarammann í kringum þetta þannig að lögunum væri breytt á sínum tíma. Nýverið lagði heilbrigðisrárherra loks fram frumvarp til laga sem mun hafa jákvæð áhrif á öryggi sjúklinga og starfsmanna. Þar er áformað að festa í sérlög ákvæði um cumulativa og hlutdræga refsiábyrgð heilbrigðisstofnana, enda þykir ljóst að ákvæði hegningarlaga um refsiábyrgð lögaðila eigi ekki nægilega vel við þegar til athugunar eru alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu. Ég fagna því af heilum hug að þetta frumvarp sé loks fram komið og bind vonir við breytingar. “ Sigríður segir að ákveðið misræmi hafi verið á milli þess sem heilbrigðisstarfsmenn innan spítalans skynja sem brýn mál og þess sem ytra umhverfið skynjar sem brýn mál. „Það varð mikil umræða innan spítalans á meðal heilbrigðisstarfsmanna hvort að sú hætta væri þá fyrir hendi að þeir yrðu persónulega dregnir fyrir dóm og ættu jafnvel yfir höfði sér sakadóm. En blessunarlega var hjúkrunarfræðingurinn í þessu tiltekna máli sýknaður og húsbóndaábyrgð Landspítala viðurkennd. Við vildum koma því til leiðar að það væri eðlilegt að spítalinn bæri alltaf ábyrgðina en ekki einstaklingarnir sem þar starfa. Það er ákveðið misræmi í því í ytra umhverfinu því oft vill fólk að einhver einn beri ábyrgðina. Það má aldrei gera lítið úr því að þetta er alltaf persónulegur harmleikur fyrir þá sem fyrir honum verða en á sama tíma er þetta persónulegur harmleikur fyrir þann sem verður á í starfi. Það hefur ekki verið þolinmæði fyrir því að það gætu verið fleiri en eitt fórnarlamb í alvarlegum atvikum og er kannski ekki enn. Við höfum líka lært að það er afar fátítt að einhver einn beri ábyrgð þegar alvarleg atvik verða. Þau eru oft endapunkturinn í miklu stærra ferli þar sem margt fer úrskeiðis og oftast er skýringin að starfsumhverfið styður ekki nægilega vel við að hlutirnir séu réttir og að það sé ekki rými fyrir mistök. Ég hef litið á það sem eitt af mínum stóru verkefnum sem stjórnanda í heilbrigðisþjónustu að vinna með kerfið þannig að það styðji við rétt verklag sem dragi úr líkum á því að starfsfólki verði á. Það er líka mikilvægt að vera opinn gagnvart sjúklingum og ættingjum þegar alvarleg atvik eiga sér stað, það er oft forsendan fyrir því að fólk geti unnið úr sínum áföllum ef það hefur trú á að þau geti leitt til einhvers góðs fyrir aðra. Flestir vilja að sömu mistök hendi ekki einhvern annan, fæstir eru að leita að sökudólgi eða að einhverjum sé refsað. Við vorum á þessum fyrstu árum mínum í starfi mikið að hitta aðstandendur og þetta vó þungt framan af,“ segir hún og bætir við að verkföll, heimsfaraldur og fleira hafi gengið á meðan hún sinnti starfi framkvæmdastjóra en alvarleg atvik sem komu upp hafi haft mest áhrif á hana. „Ég gleymi þessu aldrei, vanþekkingin og fordómarnir í garð hjúkrunarfræðinga voru yfirþyrmandi. Þarna talaði einn helsti áhrifamaður í íslenskri heilbrigðisþjónustu og ráðgjafi ráðamanna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.