Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 44
44 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 99. árg. 2023 Helga Margrét Jóhannesdóttir er yfirhjúkrunar- fræðingur svæðis á HSN á Blönduósi. Hún útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HA vorið 2019 og í kjölfarið má segja að líf hennar hafi tekið algjörum stakkaskiptum; frá því að vera einhleyp og barnlaus háskólamær á stúdentagörðunum yfir í að gegna ábyrgðarfullu yfirmannsstarfi, eiga börn, bónda, hund og takast á við alvöru lífsins. Helga Margrét giftist æskuvini sínum Helga Garðari Helgasyni, þau hafa síðan eignast tvö börn saman og búa í einbýli á Blönduósi. Hún segist aldrei hafa komið á Blönduós þegar hún flutti þangað með skömmum fyrirvara fyrir ári síðan. Þetta er kona sem lætur ekki tækifærin renna sér úr greipum, hún lætur vaða og segist ekki sjá ekki eftir neinu. Ritstýran heyrði í yfirhjúkrunarfræðingnum á Blönduósi sem var til í spjall um lífið og tilveruna. Aðspurð um uppvaxtarárin segist Helga Margrét hafa alist upp í Eyjafjarðarsveit fyrstu æviárin þar sem foreldrar hennar voru bændur. „Mér fannst frábært að búa í sveit, frelsið var svo mikið. Ég hef alltaf verið einstaklega félagslynd og bauð iðulega þeim sem komu að bænum inn í kaffi; mjólkurbílstjóranum, trúboðum og bara öllum,“ segir hún brosandi. Hún segist líka vera hvatvís að eðlilsfari og stökkvi á flest tækifæri sem henni bjóðist en það sé að hluta til ástæðan fyrir því að hún sé þar sem hún er í dag: „Ég þarf yfirleitt ekki langan tíma til að taka ákvarðanir. Ég læt bara vaða því reynslan hefur kennt mér að ef ég segi já við spennandi tækifærum opnast yfirleitt dyr að fleiri tækifærum í kjölfarið.“ Fékk sjokk eftir fyrsta daginn Helga Margrét segist aðspurð ekki hafa átt sér þann draum að læra hjúkrun: „Ég endaði eiginlega óvart í hjúkrun. Þegar ég var 18 ára var mér boðið starf á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því í hverju starfið fólst, hélt að eingöngu fagmenntað fólk sinnti umönnun og ég væri ég komin á Hlíð til að spila og spjalla við gamla fólkið,“ segir hún og brosir. „Annað kom á daginn, ég fékk algjört sjokk eftir fyrstu vaktina, hringdi í mömmu og sagðist ætla að hætta. Hún ráðlagði mér að gefa þessu tvær vikur og sem betur fer hlustaði ég á hana því ég var ekki lengi að finna að þetta væri starfsvettvangur sem hentaði mér. Starfið á hjúkrunarheimilinu varð til þess að ég skráði mig í sjúkraliðanám og útskrifaðist vorið 2014 af tveimur brautum; náttúrufræðibraut og sjúkraliðabraut. Ég hóf svo nám í hjúkrunarfræði strax um haustið sama ár. Háskólaárin voru ákveðin tímamót í mínu lífi. Ég fylltist einhverjum ofurmetnaði á þessum tíma, ég lagði hart að mér og tók að mér mörg verkefni. Með hverju verkefninu buðust sífellt fleiri tækifæri og ég Flutti á Blönduós og stökk beint út í djúpu laugina Helga Margrét, yfirhjúkrunarfræðingur svæðis á HSN á Blönduósi Viðtal: Sigríður Elín Ásmundsdóttir | Myndir: Úr einkasafni Landsbyggðin Helga Margrét fyrir utan HSN á Blönduósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.