Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 37
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 37 Svanbjörg Andrea Halldórsdóttir, eða Svana Andrea eins og hún er kölluð, er hjúkrunarfræðingur sem starfar bæði á Íslandi, í fjarvinnu á upplýsingamiðstöð Heilsugæslunnar, og á Spáni, nánar tiltekið á Tenerife. Okkur lék forvitni á að vita hvernig lífið væri að leika við hana þarna úti og hvað hefði drifið hana alla leið til Tenerife. gluggi í lífinu og ég tók stökkið. Ég er samt búin að stefna að þessu síðan í janúar árið 2020. Þá var ég með foreldrum mínum hér á Tenerife, á hóteli þar sem var töluvert af eldri Íslendingum, og þá kom þessi hugmynd upp í huga mér, hvort ekki væri þörf fyrir hjúkrunaraðstoð. En nokkrum vikum seinna skall heimsfaraldur á sem lokaði á allt og aðstæður breyttust snögglega. Á þessum tveimur árum varð yngsta barnið mitt nálægt því að verða fullorðið og ég fór í fjölskyldumeðferðarnámið og tók meðal annars námskeið sem hafði þau áhrif á mig að ég breytti lífi mínu. Hver er Svana Andrea? Ég er fædd í Keflavík og bjó á Suðurnesjunum til 6 ára aldurs en þá flutti fjölskyldan austur á land þar sem ég ólst upp í sveit. Ég er næstelst þriggja systra, fór frekar snemma að heiman og hef svolítið farið mínar eigin leiðir sem hafa ekki endilega alltaf verið venjulegar eða auðveldar. Ég hef mikinn áhuga á fólki og sögu þess, af hverju það hagar sér á einhvern ákveðin hátt, hverjar séu ástæður fyrir því hvernig fólk lifir lífinu. Mér finnst við mega vera betri hvert við annað, vera ekki gagnrýnin og dómhörð og það skiptir mig máli að sýna fólki skilning og góðvild. Manngæska er eitthvað sem við mannfólkið megum temja okkur betur. Helstu áhugamál og fjölskylduhagir? Mér finnst gaman að hlaupa utan vegar og að vera uppi á fjallstindi finnst mér frábært. Ég hleyp aðallega ein og það má segja að það sé minn tími. Ég hreinsa hugann, fæ hjartað til að hamast og það er eitt af því besta sem ég geri. Ég varð móðir ung, eða þegar ég var 19 ára. Ég er einhleyp og er ein hérna úti en ég á fjögur börn sem eru í dag á aldrinum 18 til 30 ára en þegar yngsta barnið mitt var tæplega tveggja ára fannst mér að ég þyrfti að klára eitthvert nám og verða eitthvað. Af hverju varð hjúkrun fyrir valinu? Ég var að vinna á leikskóla á þessum tíma og ætlaði að fara í leikskólakennaranám en svo áttaði ég mig á því að það var ekki alveg fyrir mig að vinna á leikskóla og vera með fjögur börn á heimilinu. Úr varð að ég ákvað að segja upp á leikskólanum, hóf störf á Hrafnistu og fór í sjúkraliðanám í kvöldskóla. Ég fann fljótt að þetta átti betur við mig. Þegar ég var búin að vinna sem sjúkraliði í tvö ár fór ég í hjúkrunarfræði og fyrir tæpu ári síðan útskrifaðist ég svo með 90 ECTS-einingar í fjölskyldumeðferðarfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Ég hef unnið mikið með eldra fólki og finnst það mjög skemmtilegt, einnig hef ég unnið á sjúkrahúsinu Vogi, bæði sem sjúkraliði og sem hjúkrunarfræðingur, tekið sumarafleysingu á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, við heilsugæsluna og á Landspítala. Hversu lengi ertu búin að starfa á Tenerife og hvað varð til þess að þú ákvaðst að flytja þangað? Ég flutti til Tenerife í byrjun nóvember 2022. Helsta ástæðan er að eftir því sem ég verð eldri finnst mér myrkrið yfir vetrartímann á Íslandi erfiðara. Ég er búin að gera ýmislegt til að gera veturinn auðveldari og léttari, sem hefur að einhverju leyti virkað, en samt ekki nóg fyrir mig. Mig hefur líka langað að prófa að búa annars staðar en á Íslandi og á þessum tímapunkti opnaðist einhver Svana Andrea með foreldrum sínum, Sigríði Bragadóttur og Halldóri Georgssyni. Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.