Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 43
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 43
Rapportið
Mörg áhugaverð viðtöl
að baki í Rapportinu
Eitt ár er liðið frá því Rapportið, hlaðvarp Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hóf göngu
sína á vef Fíh. Rætt er við hjúkrunarfræðinga um reynslu þeirra og starfið. Stöku sinnum
er rætt við aðra um málefni sem eiga erindi til hjúkrunarfræðinga. Rapportið er einlægt
spjall um fagið, áskoranir og lífið í öllum sínum litum. Hér er stiklað á stóru í nokkrum af
nýjustu viðtölum Rapportsins.
Umsjón og myndir: Ari Brynjólfsson
Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur er
nýflutt heim frá Kanada þar sem hún var í framhaldsnámi
í stefnumótun. Árið 2018 varð Elísabet fyrsti hjúkrunar-
fræðineminn til að setjast í embætti forseta Stúdentaráðs,
þar sat hún ekki auðum höndum og vakti mikla athygli í
baráttumálum stúdenta. Hún varð svo verkefnastjóri Frú
Ragnheiðar, skaðaminnkunarþjónustu Rauða krossins. Hlaut
hún meðal annars viðurkenningu sem framúrskarandi ungur
Íslendingur árið 2020.
Andrea Ýr Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmda-
stjóri Heilsulausna, starfaði á bráðamóttökunni í Fossvogi og
síðar á Akranesi áður en hún fór alfarið að sinna fyrirtækinu.
Heilsulausnir bjóða upp á þjónustu fyrir fyrirtæki á borð
við heilsufarsmælingar og bólusetningar. Einnig sinna
Heilsulausnir forvarnarfræðslu í grunn- og framhaldsskólum.
Dr. Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og dósent við
Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, ræddi um áföll og
áhrif þeirra á einstaklinga. Áhugavert og einlægt spjall við Dr.
Sigrúnu um áhrif sálrænna áfalla, úrræði og ACE-listann sem
hún segir mikilvægt að koma sem víðast í heilbrigðiskerfið.
Sjöfn Kjartansdóttir, Þóra Gunnlaugsdóttir og Sölvi
Sveinsson, meistaranemar í gjörgæsluhjúkrun við Háskóla
Íslands, sáu um einn þátt af Rapportinu sem var hluti af
verkefni þeirra í náminu. Í þættinum fjalla þau um heiladren
sem notað er til að halda þrýstingi í höfuðkúpu innan marka
og ræða orsakir aukins innankúpuþrýstings.
Rapportið er á Spotify og má finna á
heimasíðu félagsins, hjúkrun.is
Hefur þú áhuga eða veist þú um hjúkrunarfræðing
sem væri áhugavert að ræða við í Rapportinu?
Sendu okkur ábendingu á ari@hjukrun.is