Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 71
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 71
dagar þar sem álag var ákjósanlegt árið 2021, miðað við
árið 2015, sjá mynd 4. Árið 2015 mældust samanlagt 43%
daga á legudeildunum með álag sem var yfir efri mörkum
fyrir ákjósanlegt álag (rautt), 54% daga innan marka fyrir
ákjósanlegt álag (grænt) og 3% daga með álag undir neðri
mörkum fyrir ákjósanlegt álag (gult). Árið 2021 mældust 24%
daga yfir efri mörkum, 69% daga innan marka og 7% daga
undir neðri mörkum. Því má segja að árið 2021 komist næst
markmiðum um að 70% daga mælist með álag sem er innan
viðmiðunarmarka fyrir ákjósanlegt álag. Hátt hlutfall daga þar
sem álag mældist yfir efri mökum er þó langt frá að vera innan
við 15% og veldur það töluverðum áhyggjum þegar hafðar
eru í huga niðurstöður rannsókna um samband á milli andláta
sjúklinga á sjúkrahúsum og undirmönnunar (Needleman o.fl.
2011; Griffiths o.fl. 2018) eða hjúkrunarálags (Fagerström o.fl.
2018).
Þróun mönnunar í hjúkrun, fjöldi og samsetning
Fyrir sama tímabil (2015-2021) jókst samanlagður
daglegur fjöldi starfsmanna við hjúkrun sjúklinga um
17%, á viðkomandi deildum, úr 275 starfsmönnum að
meðaltali á sólarhring árið 2015 í 321 árið 2021, sjá töflu 2.
Tafla 1. Meðalhjúkrunarþyngd sjúklinga á 15 vefrænum deildum Landspítala 2015-2022.
Mynd 4. Hlutfallsleg skipting daga eftir hjúkrunarálagi á 15 vefrænum deildum Landspítala 2015-2021.
43%
36%
36%
31%
30%
24%
54%
62%
60%
64%
64%
64%
3%
3%
4%
5%
6%
7%
2015
2016
2017
2018
2019
2020
Yfir viðmiðum fyrir ákjósanlegt álag Ákjósanlegt álag Undir viðmiðum fyrir ákjósanlegt álag
Aldursbil við innskrift 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 Meðaltalsbreyting
á ári
20 - 29 ára 12,8 13,3 12,8 13,3 13,6 13,8 13,9 14,6 2,00%
30 - 39 ára 12,6 12,9 13 13,5 14,3 13,8 14,4 14,6 2,30%
40 - 49 ára 12,4 12,6 12,9 13,5 14,3 14 14,4 15 3,00%
50 - 59 ára 12,9 13,1 13 13,9 13,8 14,4 14,4 15,4 2,70%
60 - 69 ára 13,2 13,5 13,5 14,1 14,1 14,2 14,6 15 1,90%
70 - 79 ára 13,5 13,8 13,9 14,2 14,6 14,8 15,1 15,7 2,30%
80 - 89 ára 13,9 14,1 14,3 14,4 14,6 15,1 15,2 15,9 2,10%
90 - 99 ára 14,1 14,3 14,5 14,5 14,7 15,1 15,5 15,9 1,90%
100 - 120 ára 15 13,8 14,3 13,8 15,8 15,8 15,3 17,7 2,60%
Meðaltal 13,4 13,7 13,7 14,1 14,4 14,6 14,9 15,5 2,20%
Hjúkrunarfæðingum fjölgaði um 5% (úr 150 árið 2015 í 157
árið 2021) og sjúkraliðum um 30% (úr 275 árið 2015 í 321
árið 2021). Fjölgun starfsmanna við hjúkrun hefur því að
einhverju leyti náð að mæta aukinni hjúkrunarþyngd sjúklinga
samanber umfjöllun um þróun hjúkrunálags á þessum sömu
deildum hér á undan.
Af þessum upplýsingum má ráða að sjúklingum hefur fjölgað
lítillega, hjúkrunarþyngd sjúklinga aukist og mönnun aukist
þannig að heldur hefur dregið úr álagi þótt enn sé of hátt
hlutfall daga þar sem álag er of mikið. En segir þetta alla
söguna?
Samsetning mannafla í hjúkrun
Árið 2019 setti Landspítali sér markmið um 60% hlutfall
hjúkrunarfræðinga af heildarmannafla við daglega
hjúkrun sjúklinga á bráðalegudeildum í þeim tilgangi að
stuðla að auknu öryggi sjúklinga. Árið 2015 var hlutfall
hjúkrunarfræðinga 60% eða hærra á 4 af 15 umræddum
deildum, þá var meðalhlutfall hjúkrunarfræðinga yfir allar
deildirnar 54%, sjá töflu 2. Árið 2021 var engin deild þar sem
hlutfall hjúkrunarfræðinga náði 60%, það ár var meðalhlutfall
Breytingar á starfsumhverfi og verkefnum hjúkrunarfræðinga á Landspítala á árunum 2005-2019