Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 21
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 21
Alls tóku um 1.100 strákar, sem voru í 9 bekk, þátt
í vinnusmiðjunum frá 47 skólum. Ekki var hægt
að gera markvissar athuganir á ánægju strákanna
með vinnusmiðjurnar, þar sem það hefði kostað
leyfisveitingar frá skólayfirvöldum og foreldrum,
en það var eftirtektarvert hversu áhugasamir
strákarnir voru. Námsráðgjafar skólanna sendu
okkur aðstandendum verkefnisins mat eftir vinnu-
smiðjurnar og ummælin voru öll á einn veg, eins og:
þetta vakti mikla lukku og opnaði augu
strákanna fyrir hjúkrun. Það skiptir máli
að hafa karlmenn sem fyrirmyndir fyrir
unglingana. Heimsóknin til okkar var
frábær. Strákunum fannst verkefnin sem
þeir unnu að mjög áhugaverð.
Tíminn verður að leiða í ljós hvort verkefnið hafi
breytt staðalmyndum þessara drengja og að þeir
velji sér hjúkrun sem starfsvettvang. Styrkurinn frá
Jafnréttissjóði Íslands gerði okkur kleift að þróa
og prófa skemmtilegar vinnusmiðjur sem gefa
áhugaverða og raunsanna mynd af störfum í hjúkrun.
Margbreytileiki er mikilvægur í
heilbrigðiskerfinu
Við þurfum margbreytilega einstaklinga til að
vinna í heilbrigðiskerfinu og það er mikil þörf á
hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum og sú þörf á eftir
að aukast með fjölgun landsmanna og hækkandi
aldri þjóðarinnar. Það er því afleitt að helmingur
ungs fólks sjái hjúkrunarstörf ekki sem álitlegan
starfsvettvang. Þessu þarf að breyta.
Heilbrigðiskerfið býður upp á að vera kvenna-
vinnustaður og sem dæmi má nefna að 79% starfs-
manna Landspítala eru konur. Konum hefur fjölgað
mikið í læknanámi og í fyrra náðu konur í læknastétt
á Landspítala þeim áfanga að verða helmingur allra
lækna á spítalanum. Á næstu árum á það hlutfall eftir
að hækka. Ef körlum fjölgar ekki í hjúkrunarstörfum
má því ætla að hlutfall karla lækki í heilbrigðiskerfinu
á næstu árum og áratugum.
Sumir myndu kannski segja að það væri í góðu lagi,
en helmingur sjúklinga er karlar og hlutfall karla
sem hjúkra ætti að endurspegla það. Vandamálið
er líka samkvæmt rannsóknum, að kynskiptur
vinnumarkaður viðheldur launamuni kynjanna og
stendur í vegi fyrir að mannauður samfélagsins sé
nýttur til fulls. (Sjá t.d. skýrslu um stöðu kvenna og
karla á íslenskum vinnumarkaði frá 20151).
Hjúkrun er starf sem felur í sér mikla möguleika.
Hægt er að sérhæfa sig á fjölmörgum sviðum, starfa
út um allan heim og skipta um starfsvettvang innan
fagsins. Alltaf er nóg framboð af vinnu og möguleikar
á góðum stöðum talsverðir. Það ætti því að vera
eftirsótt af ungu fólki af öllum kynjum að mennta sig
Verkefnið strákar hjúkra
til þessara starfa. Það er einfaldlega bara sorglegt
að strákar leggi ekki í að velja sér starfvettvang eftir
áhuga og hæfileikum vegna úreltra staðalmynda.
Í ofangreindri skýrslu kemur líka fram að mikilvægar
mótvægisaðgerðir gegn kynskiptum vinnumarkaði
séu fræðsla og átaksverkefni sem vinna gegn
staðalmyndum í skólum og fjölmiðlum. Við þurfum
því kynningar um hjúkrunarstörf, eins og hér var
áður lýst, fyrir stráka í grunnskólum. Við þurfum
líka markvissar kynningar í framhaldsskólum og
námsefni sem vinnur gegn staðalmyndum strax í
leikskólum og síðast en ekki síst, þá er mikilvægt að
fjölmiðlar og sjónvarpsefni styðji ekki við ríkjandi
staðalmyndir heldur reyni að breyta þeim. Einnig
væri áhugavert að stofna sérstakt jafnréttisverkefni
á hjúkrunarheimilum, þar sem strákum byðist
sumarstarf til jafns við stúlkur, en sumarstörf hafa
örugglega mikil áhrif á starfsval síðar meir.
Til að vinna gegn staðalmyndum hjúkrunarfræðinga
og sjúkraliða þurfum við fjölbreytt verkefni eins hér
hefur verið lýst, en til þess þarf fjármagn. Ef við gerum
ekkert þá heldur glerþakið áfram að vera órjúfanlegt
og koma í veg fyrir að karlar velji sér starfssvið innan
hjúkrunar.
„Það er einfaldlega bara
sorglegt að strákar leggi ekki í
að velja sér starfvettvang eftir
áhuga og hæfileikum vegna
úreltra staðalmynda.“
1https://www.stjornarradid.is/media/
velferdarraduneyti-media/media/
rit-og-skyrslur-2015/Stada_karla_og_
kvenna_29052015.pdf