Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 59
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 59 ,,Hungurverkfall fanga er það sem við sjáum í sívaxandi mæli en engin gæðaskjöl eru til fyrir heilbrigðisstarfsfólk hér á Íslandi til að fara eftir ef skjólstæðingar okkar eru í hungurverkfalli.“ Vaktin mín því að lyfjablað eins fangans er óskýrt og geri því nýtt og læt fylgja með fráhvarfsskema þar sem viðkomandi er á fráhvarfsmeðferð. Mitt starf felst að miklu leyti í því að hafa yfirumsjón með allri starfsemi sem snýr að heilbrigðisþjónustu þannig að allt gangi sem best fyrir okkar skjólstæðinga. Að lokinni móttöku með lækni hefst hjúkrunarmóttaka þar sem m.a. forðalyf eru gefin og önnur erindi leyst sem ekki þurfa aðkomu læknis. Einn fangi þarf forðalyf í dag sem gefið er við geðklofa. Tveir aðrir fangar eru kallaðir inn í blóðþrýstingseftirlit og svo eru nokkrir á lista fyrir blóðprufur. Ég upplifi sjaldan að ég sé í hættu þegar ég er að sinna föngum eða að þeir sé eitthvað hættulegri en annað fólk. Engu að síður finnst mér mikilvægt að tveir heilbrigðisstarfsmenn séu saman í hjúkrunarmóttöku og svo eru fangaverðirnir aldrei langt undan. Hjúkrunarfræðingarnir í fangelsinu sjá um lyfjapantanir frá apóteki og að panta önnur aðföng sem á þarf að halda til að reka litla heilsugæslu eins og þessa á Hólmsheiði. Eftir hjúkrunarvaktina þarf að hafa samband við aðra Fangelsið á Hólmsheiði er gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi og þar er einnig starfrækt eina kvennafangelsið á landinu. Á Hólmsheiði er aðstaða fyrir afplánun, styttri fangelsisrefsingar og vararefsingar. Alls eru 56 fangapláss á átta deildum sem skiptast í almennar deildir, gæsluvarðhaldsdeildir og kvennadeildir. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur síðan í mars 2019 sinnt heilbrigðisþjónustu fyrir fanga á Hólmsheiði. Tveir hjúkrunarfræðingar og tveir læknar sinna þjónustunni og eru vitjanir tvo daga í viku en þess á milli sinna hjúkrunarfræðingar bakvaktarsíma og útköllum. Öllum föngum stendur til boða að þiggja heilbrigðisþjónustu og æskilegast er að nýir fangar hitti lækni eða hjúkrunarfræðing innan 24 klukkustunda frá komu í fangelsið. Föngum, sem eru í einangrunargæsluvarðhaldi, stendur til boða að hitta lækni og/eða hjúkrunarfræðing tvisvar í viku en allir fangar hafa rétt á að afþakka þjónustu heilbrigðisstarfsfólks. fagaðila sem tengjast okkar vinnu í fangelsinu, til að mynda hjúkrunarfræðinga á Litla-Hrauni, göngudeild smitsjúkdóma, Vog, geðheilsuteymi fanga og ýmis önnur teymi. Oftast er það í höndum hjúkrunarfræðinga á vakt og eins að hafa umsjón með rannsóknum sem framkvæmdar eru í samráði við lækni og fylgja þeim eftir. Því miður er veruleikinn sá að meirihluti fanga á við vímuefnavanda að stríða. Hluti af starfinu er þar af leiðandi að gera áætlanir um fráhvarfsmeðferðir og tengja þá sem þurfa á viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn að halda, við geðheilsuteymi fanga. Það var stofnað árið 2020 og að mínu mati var mikil þörf á því teymi þar sem margir af okkar skjólstæðingum eiga við fíkni- og/ eða geðsjúkdóma að stríða. Mér finnst mjög mikilvægt í þessu starfi og alveg sama hvar maður starfar innan heilbrigðiskerfisins að mæta öllum skjólstæðingum af virðingu á þeim stað sem þeir eru. Að sía burtu alla fordóma og mæta skjólstæðingum af fullkomnu fordómaleysi. Nú styttist í að vaktinni minni ljúki. Ég klára síðustu verkin áður en ég keyri heim og legg mig því ég er að fara á næturvakt á Vogi. Vakt í fangelsinu lýkur þó í raun aldrei alveg því vaktsíminn er ekki langt undan og það eru ófá símtölin sem berast í hann frá fangelsinu. Oft eru það mál sem liggja þungt á mér þar til næsta móttaka fer fram. Því fylgir mikil ábyrgð og skynsemi að bera á sér vaktsíma. Oft leiða þessi símtöl útköll af sér því sum mál geta einfaldlega ekki beðið til næsta móttökudags. Þá er mikilvægt að hugsa í lausnum og vera útsjónarsöm til að allt gangi sem best upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.