Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 11
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 11
Hópur 5.
Virkir notendur
Hér var hlutverk sérfræðinga í hjúkrun innan
heilbrigðiskerfisins rætt, meðal annars kom fram að
lögfesta þarf stöðugildi þeirra, deila þarf þekkingu
þeirra víðar innan heilbrigðiskerfisins og veita þeim
stuðning til að hefja eigin rekstur til dæmis á stofu.
Auk þess þarf að fara í átak í að kynna sérfræðinga í
hjúkrun út á við og gera þá sýnilegri því oft virðist vera
mikil almenn vanþekking á störfum þeirra. Gera þarf
þarfagreiningu á sérfræðingum í hjúkrun og skilgreina
hlutverk þeirra innan heilbrigðiskerfisins með það að
markmiði að þeir starfi á öllum stofnunum landsins.
Þannig kemur sérfræðiþekking sérfræðinga í hjúkrun
að betri notum sem skjólstæðingar þeirra njóta fyrst
og fremst góðs af.
Hópur 6.
Gæði í fyrirrúmi
Þátttakendur í hópi 6 lögðu meðal annars til að gera
gæðavísa sýnilegri og að þeir séu reglulega mældir
á einingum. Einnig var lagt til að hafa miðlægan
gæðagrunn hjúkrunar, mikilvægi þess að breyta
refsiábyrgðinni og að atvikaskráning sé sýnileg og
unnið sé með hana á öllum heilbrigðisstofnunum.
Hópur 7.
Hugsað til framtíðar
Hér var einnig lögð rík áhersla á fjölgun sérfræðinga
í hjúkrun, meðal annars, með endurskoðun á
reglugerð, auka þarf fjármagn til stofnana til að fjölga
stöðugildum sérfræðinga í hjúkrun og auka sýnileika
þeirra. Þátttakendur lögðu einnig til að rannsóknar-
og símenntunarskylda yrði hluti af starfshlutfalli og
að hjúkrunarfræðingar taki virkan þátt í alþjóðlegu og
norrænu vísinda- og rannsóknarstarfi.
Næstu skref
Niðurstöður hópavinnunnar verða settar inn í aðgerðaráætlun sem Fíh mun
vinna eftir næstu þrjú árin. Mikill hugur var í þeim hjúkrunarfræðingum sem
mættu á Hjúkrunarþing Fíh og augljóst að skýr fagleg sýn einkennir stéttina.
Þetta endurspeglast í gildum hjúkrunarfræðinga, ábyrgð, áræðni og árangur.
Hjúkrunarþing 2022