Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 51
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 51 Gjörgæsluhjúkrun Nánari upplýsingar Allar nánari upplýsingar um MS-nám í gjörgæsluhjúkrun við HÍ og klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun veita Hulda Long, verkefnastjóri framhaldsnáms við hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ (huldalong@hi.is), og Rannveig J. Jónasdóttir, lektor og sérfræðingur í hjúkrun gjörgæslusjúklinga, gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi og formaður námsnefndar MS-náms í gjörgæsluhjúkrun (rannveigj@hi.is). Tafla 1. MS-nám í gjörgæsluhjúkrun við hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands 2023-2025 (120 ECTS). Tími Kjarni 66 ECTS Sérhæfð námskeið 24 ECTS ECTS Haust 2023 HJÚ143F Þekkingarþróun (6 ECTS) HJÚ135F Hagnýt tölfræði (6 ECTS) HJÚ160F Gjörgæsluhjúkrun I (8 ECTS) 20 Vor 2024 HJÚ252F Megindleg aðferðafræði (6 ECTS) HJÚ253F Eigindleg aðferðafræði (6 ECTS) HJÚ0AQF Klínísk lífeðlis- og meinafræði (6 ECTS) HJÚ0APF Grunnmeðferð bráðveikra barna (2 ECTS) 20 Haust 2024 HJÚ144F Hjúkrun á sérsviði I (6 ECTS) HJÚ343F Gjörgæsluhjúkrun II (10 ECTS) HJÚ151F Lyfjafræði svæfingalyfja (4 ECTS) 20 Vor 2025 HHJÚ441L Lokaverkefni (30 ECTS) 30 Haust 2023 - vor 2025 30Klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun. Metnar eru 30 ECTS úr BS-námi eða 30 ECTS klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun námi í gjörgæsluhjúkrun. Námið gæti þar með orðið hvetjandi og þetta myndi auðvelda hjúkrunarfræðingum að ljúka náminu á fjórum samliggjandi önnum. Í samstarfi við framkvæmdastjóra gjörgæslu-, kvenna- og barnasviða Landspítala var gerður samningur um 30% námsleyfi og 40% klínískt starf, alls 70% stöðu hjúkrunarfræðinga í klínísku starfsnámi. Haustið 2021 bættist Sjúkrahús Akureyrar í hópinn og 2021-2023 er sams konar samningur og á Landspítala fyrir tvo hjúkrunarfræðinga í MS-námi í gjörgæsluhjúkrun við HÍ. Ein gjörgæsludeildanna er heimadeild hjúkrunarfræðings og flestar stundir eru teknar þar í klínísku starfsnámi, auk 200 klukkustunda að lágmarki, á tveimur öðrum gjörgæsludeildum á námstímanum. Hjúkrunarfræðingar hafa þar með laun sem jafngilda 70% starfshlutfalli í klínísku starfsnámi. Skipulag MS-náms í gjörgæsluhjúkrun Tekið var inn í klíníska starfsnámið haustið 2019 og 2021 og næst verður tekið inn í starfsnámið haustið 2023. Forsendur samnings Landspítala og hjúkrunarfræðinga í klínísku starfsnámi eru að hjúkrunarfræðingur þarf að vera fastráðinn á eina af gjörgæsludeildum Landspítala, vera skráður í fullt MS-nám í gjörgæsluhjúkrun við HÍ og ljúka því á fjórum samliggjandi önnum. Ekki er gerð krafa til hjúkrunarfræðinga um starfsreynslu eða að eiga inni námsleyfi til að komast í klínískt starfsnám eða MS- námið. Það eru sérfræðingar í hjúkrun gjörgæslusjúklinga sem leiða klíníska starfsnámið á gjörgæsludeildum Landspítala. Þátttaka í klínísku starfsnámi er ekki skilyrði fyrir inntöku í MS-nám í gjörgæsluhjúkrun. Hægt er að sækja um MS-nám í gjörgæsluhjúkrun tvisvar á ári en umsóknarfrestur til að hefja nám á haustönn er til 15. apríl, fresturinn til að hefja nám á vorönn er 15. október. Hafi hjúkrunarfræðingur hug á klínísku starfsnámi þá er einungis hægt að hefja nám í MS-gjörgæsluhjúkrun við HÍ á haustönn á oddatölu árs. Ef hjúkrunarfræðingur fer ekki í klínískt starfsnám þá eru 30 ECTS-einingar metnar úr BS-námi í stað 30 ECTS-eininga sem klíníska starfsnámið gefur. Hjúkrunarfræðingar hafa nýtt sér þá leið að fara hægar gegnum námið en á fjórum samliggjandi önnum og hafa þá ekki verið í klínísku starfsnámi. Þessi sveigjanleiki í framhaldsnámi í gjörgæsluhjúkrun er mikilvægur og gefur fleiri hjúkrunarfræðingum kost á að fara í námið. Innihald MS-náms í gjörgæsluhjúkrun Innihald námsins samanstendur af sérhæfðum námskeiðum um gjörgæslu og kjarnanámskeiðum MS-náms í hjúkrunarfræði við HÍ. Verkefni sem hjúkrunarfræðingar vinna í kjarnanámskeiðum snúa að meðferð og hjúkrun gjörgæslusjúklinga og fjölskyldna þeirra sem og lokaverkefni. Áhersla er á að hjúkrunarfræðingar finni sér ákveðið svið í upphafi námsins og dýpki þekkingu sína á því sviði. Í töflu 1 eru tilgreind námskeið MS-náms í gjörgæsluhjúkrun. Er hægt að ljúka MS-námi í gjörgæsluhjúkrun á fjórum önnum? Já, það er hægt. Hjúkrunarfræðingar sem kusu að fara í klínískt starfnám haustið 2019 luku MS-gráðu í gjörgæsluhjúkrun vorið 2021. Það sama á við um hóp hjúkrunarfræðinga sem fóru í klínískt starfsnám haustið 2021 og ljúka MS-náminu vorið 2023. Jafnframt hafa hjúkrunarfræðingar sem ekki hafa tekið klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun lokið sínu MS-námi í gjörgæsluhjúkrun. Ákveðin stemning skapast oft þegar hópur fylgist að í gegnum námstímann og það getur verið styrkur fyrir hjúkrunarfræðinga í hópnum. Hópurinn heldur dampi í námi sem að sjálfsögðu er krefjandi en áhugahvetjandi og mjög tengt klínískri vinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.