Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 51
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 51
Gjörgæsluhjúkrun
Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar um MS-nám í gjörgæsluhjúkrun við
HÍ og klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun veita Hulda Long,
verkefnastjóri framhaldsnáms við hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild
HÍ (huldalong@hi.is), og Rannveig J. Jónasdóttir, lektor og
sérfræðingur í hjúkrun gjörgæslusjúklinga, gjörgæsludeild
Landspítala Fossvogi og formaður námsnefndar MS-náms í
gjörgæsluhjúkrun (rannveigj@hi.is).
Tafla 1. MS-nám í gjörgæsluhjúkrun við hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands 2023-2025 (120 ECTS).
Tími Kjarni 66 ECTS Sérhæfð námskeið 24 ECTS ECTS
Haust 2023 HJÚ143F Þekkingarþróun (6 ECTS)
HJÚ135F Hagnýt tölfræði (6 ECTS)
HJÚ160F Gjörgæsluhjúkrun I (8 ECTS) 20
Vor 2024 HJÚ252F Megindleg aðferðafræði (6 ECTS)
HJÚ253F Eigindleg aðferðafræði (6 ECTS)
HJÚ0AQF Klínísk lífeðlis- og meinafræði (6 ECTS)
HJÚ0APF Grunnmeðferð bráðveikra barna (2 ECTS) 20
Haust 2024 HJÚ144F Hjúkrun á sérsviði I (6 ECTS) HJÚ343F Gjörgæsluhjúkrun II (10 ECTS)
HJÚ151F Lyfjafræði svæfingalyfja (4 ECTS)
20
Vor 2025 HHJÚ441L Lokaverkefni (30 ECTS) 30
Haust 2023 - vor 2025 30Klínískt starfsnám í gjörgæsluhjúkrun. Metnar eru 30 ECTS úr BS-námi eða 30 ECTS klínískt starfsnám í
gjörgæsluhjúkrun
námi í gjörgæsluhjúkrun. Námið gæti þar með orðið
hvetjandi og þetta myndi auðvelda hjúkrunarfræðingum
að ljúka náminu á fjórum samliggjandi önnum. Í
samstarfi við framkvæmdastjóra gjörgæslu-, kvenna-
og barnasviða Landspítala var gerður samningur um
30% námsleyfi og 40% klínískt starf, alls 70% stöðu
hjúkrunarfræðinga í klínísku starfsnámi. Haustið 2021
bættist Sjúkrahús Akureyrar í hópinn og 2021-2023
er sams konar samningur og á Landspítala fyrir tvo
hjúkrunarfræðinga í MS-námi í gjörgæsluhjúkrun við HÍ.
Ein gjörgæsludeildanna er heimadeild hjúkrunarfræðings
og flestar stundir eru teknar þar í klínísku starfsnámi,
auk 200 klukkustunda að lágmarki, á tveimur öðrum
gjörgæsludeildum á námstímanum. Hjúkrunarfræðingar
hafa þar með laun sem jafngilda 70% starfshlutfalli í
klínísku starfsnámi.
Skipulag MS-náms í gjörgæsluhjúkrun
Tekið var inn í klíníska starfsnámið haustið 2019 og 2021
og næst verður tekið inn í starfsnámið haustið 2023.
Forsendur samnings Landspítala og hjúkrunarfræðinga
í klínísku starfsnámi eru að hjúkrunarfræðingur þarf að
vera fastráðinn á eina af gjörgæsludeildum Landspítala,
vera skráður í fullt MS-nám í gjörgæsluhjúkrun við HÍ
og ljúka því á fjórum samliggjandi önnum. Ekki er gerð
krafa til hjúkrunarfræðinga um starfsreynslu eða að eiga
inni námsleyfi til að komast í klínískt starfsnám eða MS-
námið. Það eru sérfræðingar í hjúkrun gjörgæslusjúklinga
sem leiða klíníska starfsnámið á gjörgæsludeildum
Landspítala.
Þátttaka í klínísku starfsnámi er ekki skilyrði fyrir
inntöku í MS-nám í gjörgæsluhjúkrun. Hægt er að
sækja um MS-nám í gjörgæsluhjúkrun tvisvar á ári en
umsóknarfrestur til að hefja nám á haustönn er til 15.
apríl, fresturinn til að hefja nám á vorönn er 15. október.
Hafi hjúkrunarfræðingur hug á klínísku starfsnámi þá er
einungis hægt að hefja nám í MS-gjörgæsluhjúkrun við
HÍ á haustönn á oddatölu árs. Ef hjúkrunarfræðingur
fer ekki í klínískt starfsnám þá eru 30 ECTS-einingar
metnar úr BS-námi í stað 30 ECTS-eininga sem
klíníska starfsnámið gefur. Hjúkrunarfræðingar hafa
nýtt sér þá leið að fara hægar gegnum námið en á
fjórum samliggjandi önnum og hafa þá ekki verið í
klínísku starfsnámi. Þessi sveigjanleiki í framhaldsnámi
í gjörgæsluhjúkrun er mikilvægur og gefur fleiri
hjúkrunarfræðingum kost á að fara í námið.
Innihald MS-náms í gjörgæsluhjúkrun
Innihald námsins samanstendur af sérhæfðum
námskeiðum um gjörgæslu og kjarnanámskeiðum
MS-náms í hjúkrunarfræði við HÍ. Verkefni sem
hjúkrunarfræðingar vinna í kjarnanámskeiðum
snúa að meðferð og hjúkrun gjörgæslusjúklinga og
fjölskyldna þeirra sem og lokaverkefni. Áhersla er á
að hjúkrunarfræðingar finni sér ákveðið svið í upphafi
námsins og dýpki þekkingu sína á því sviði. Í töflu 1 eru
tilgreind námskeið MS-náms í gjörgæsluhjúkrun.
Er hægt að ljúka MS-námi í gjörgæsluhjúkrun á
fjórum önnum?
Já, það er hægt. Hjúkrunarfræðingar sem kusu að
fara í klínískt starfnám haustið 2019 luku MS-gráðu
í gjörgæsluhjúkrun vorið 2021. Það sama á við um
hóp hjúkrunarfræðinga sem fóru í klínískt starfsnám
haustið 2021 og ljúka MS-náminu vorið 2023. Jafnframt
hafa hjúkrunarfræðingar sem ekki hafa tekið klínískt
starfsnám í gjörgæsluhjúkrun lokið sínu MS-námi í
gjörgæsluhjúkrun. Ákveðin stemning skapast oft þegar
hópur fylgist að í gegnum námstímann og það getur verið
styrkur fyrir hjúkrunarfræðinga í hópnum. Hópurinn
heldur dampi í námi sem að sjálfsögðu er krefjandi en
áhugahvetjandi og mjög tengt klínískri vinnu.