Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 24
24 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 99. árg. 2023 Vandasöm og viðkvæm hjúkrun Dóra segir að árin í Gautaborg hafi verið góð en þegar eiginmaðurinn hafði lokið sínu námi, flutti fjölskyldan heim til Íslands. Dóra hóf þá störf á krabbameins- og blóðlækningadeild 11 E á Landspítalanum. „Mig hafði lengi langað til að starfa við líknarhjúkrun og beið eftir að líknardeildin yrði opnuð, áhugi minn og ástríða lá þar. Ég vann í líknarráðgjafateymi Land- spítalans í þrú ár áður en ég réði mig á líknardeildina í Kópavogi þar sem ég vann í 12 ár, þar af sem deildastjóri í 11 ár. Þetta er vandasöm og viðkvæm hjúkrun má segja því skjólstæðingar eru deyjandi og aðstandendur upplifa miklar tilfinningar og sorg. Þetta er samt mjög gefandi starf, það er svo góð tilfinning að vita að maður er að gera gott. Ef ég sem fagmanneskja sinni deyjandi fólki og ættingjum þeirra vel er ég einnig að vinna fyrirbyggjandi starf fyrir aðstandendur til að takast á við það sem á eftir kemur. Bara það að vera til staðar og hlusta er mjög mikilvægt í þessu samhengi. Að gefa sér tíma til að tala við fólk og líka að upplýsa það, bæði sjúklinga og aðstandendur þeirra, skiptir svo miklu máli,“ útskýrir hún einlæg. Að hvaða leyti finnst þér frábrugðið að starfa á líknardeild, eftir að hafa unnið lengi með krabbameinssjúklingum á krabbameinsdeild og í heimahjúkrun. Dóra hugsar sig um stundarkorn áður en hún segir: „Mér finnst auðveldara að starfa á líknardeildinni að því leyti að það er búið að taka samtalið um meðferðarmarkmið þegar þangað er komið og allir eru því á sömu blaðsíðu; sjúklingurinn, aðstandendur og starfsfólk deildarinnar. Þegar ég vann á krabbameinsdeildinni á árunum 1996 til 2000 fannst mér oft verið að ræna fólki tíma með því að ræða ekki meðferðamarkmið fyrr en rétt áður en sjúklingurinn dó, þannig að sjúklingurinn og aðstandendur hans voru alltaf að bíða eftir að hann yrði hressari til þess að komast heim. Ef þau hefðu vitað hvert stefndi hefði sjúklingurinn kannski viljað eyða þeim tíma sem eftir var heima. Svíar kalla þetta samtal „Brytpunktsamtal“ (tímamótasamtal), þ.e. samtal sem tekið er þegar breyting er á sjúkdómsmyndinni, þegar sjúklingurinn hættir að svara lyfjameðferðum. Það að þurfa að segja sjúklingum að endalokin nálgist er erfitt og það er ástæðan fyrir því hve oft dregst að fara í samtalið um meðferðarmarkmiðið. Læknar veigra sér oft við taka þetta samtal. Samtal um meðferðarmarkmið snemma í sjúkdómsferlinu bætir lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra.“ Viss heilun í að fá að segja frá Það er án nokkurs vafa mikilvægt að kunna að bregðast við þegar skjólstæðingar fá erfiðar fréttir, hvernig var því háttað í þínum störfum með krabbameinsveikum og deyjandi skjólstæðingum, hvaða bjargráð hefur þú haft? „Ég hélt lengi vel að ég bæri ekkert heim með mér þegar eitthvað erfitt var í vinnunni. Ég fór eitt ár í afleysingu á glasafrjóvgunardeildina meðan hún var á Landspítalanum. Þegar ég fór síðan aftur á krabbameinsdeildina, eins og fyrirhugað var, sagði yngri dóttir mín, sem þá var 11 ára gömul: „Mamma ertu að fara af hamingjudeildinni þar sem allir eru svo glaðir og aftur þangað sem þú varst svo oft sorgmædd í augunum?“ Ég sem hélt að ég tæki ekkert heim með mér. En það sem hjálpar mér mest er að tala við samstarfsfólk mitt, helst strax. Þegar hætt var að gefa munnleg rapport vann ég á næturvöktum og það var erfitt að fá ekki tækifæri til að segja hvað hafði hent um nóttina og fá stuðning frá samstarfsfólki. Það er viss heilun í að fá að segja frá. Þess vegna er handleiðsla líka góð og viðrunarfundir. Annars les ég mikið og horfi á norræna glæpaþætti, aðallega í danska sjónvarpinu. Ég fer líka mikið í leikhús og í seinni tíð hef ég farið á námskeið hjá Endurmenntun Háskólans um t.d. Íslendingasögurnar, sem er kannski merki um að ég sé að verða gömul,“ segir hún og hlær. Líknarhjúkrun og ljósmóðurstarfið eiga margt sameiginlegt Dóra segir að ljósmóðurstarfið sé ekki svo frábrugðið líknarhjúkrun þótt það gæti virst svo í fyrstu. Að taka á móti nýju lífi og að hjúkra fólki síðasta spölinn fyrir andlátið segir hún líkt að mörgu leyti. „Maður notar sömu elementin; í ljósmóðurstarfinu er ég til staðar hjá konum í fæðingu án þess að geta endilega linað hríðarnar eða stýrt ferlinu, þá er gleði en líka stundum sorg. Ljósmóðirin er mjög nálægt fjölskyldunni og fæðing er viðkvæmur tími. Sama má segja um lífslok. Að hjúkra deyjandi manneskju er líka viðkvæmur tími, ég get reynt að vera til staðar og linað þjáningar eftir fremsta megni, en ekki breytt gangi mála. Fæðing og lífslok eru mikilvægustu „Það að þurfa að segja sjúklingum að endalokin nálgist er erfitt og það er ástæðan fyrir því hve oft dregst að fara í samtalið um meðferðarmarkmiðið. Læknar veigra sér oft við taka þetta samtal.“ Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.