Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 41
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 41 Mér hitnaði um leið og ég var kominn í búninginn og kominn inn á sýkta svæðið á deildinni. Ég þakkaði Sóleyju í huganum fyrir ráðið um að vera ekki í bolnum innan undir skyrtunni sem varð rennblaut af svita eftir nokkrar mínútur. Það eina sem ég gerði var að halda á kamerunni, sem hafði fylgt mér frá byrjun faraldursins, og hún getur seint talist þung en í búningnum varð allt erfiðara og svitinn streymdi út. Ég fann fljótlega fyrir þorsta og fór að hugsa hvenær Sóley færi í pásu, ég þurfti að komast út. Vesen og hjúkrunarfræðingar Ég og Sævar Guðmundsson leikstjóri hófum tökur á heimildaþáttaröðinni Stormur í marsmánuði 2020 og strax í upphafi sáum við hvað hjúkrunarfræðingar voru mikilvægir og komu víða við sögu í Covid-faraldrinum. Það voru hjúkrunarfræðingar í smitrakningar- teymunum sem hlúðu að fólkinu í gegnum síma sem hafði verið tilkynnt að væri smitað. Það voru hjúkrunarfræðingar sem stóðu vaktina við sýnatökur og það voru hjúkrunarfræðingar sem blönduðu bóluefnin í sprauturnar sem síðan aðrir hjúkrunarfræðingar tóku við og bólusettu landsmenn með. Ef það var vesen vegna Covid þá voru hjúkrunarfræðingar í teyminu sem sett var saman til að leysa vandamálið sama hversu stór, flókin eða smá þau vandamál voru. Stutt kaffipása Fyrsta vakt Sóleyjar á sýkta svæðinu á gjörgæslunni voru tveir klukkutímar. Sóley hafði allan þann tíma sinnt Covid-sjúklingnum ásamt Dill Viejo, hjúkrunarfræðingi á deildinni. Sjúklingnum fór versnandi og læknar og hjúkrunarfræðingar fóru að velta þeim möguleika upp að snúa honum á grúfu til að minnka álagið á lungun. Ég var sjálfur við það að gefast upp vegna hita, svita, þorsta og almennrar þreytu þegar Sóley sagði: „Jæja, nú fáum við kaffipásu.“ Eftir sprittþvott í millirýminu steig ég gegnblautur af svita inn á ósýktu deildina og bara með maska yfir andlitinu dró ég andann djúpt og leið eins og ég væri að stíga inn í heim með súrefni. Ég var með för í andlitinu eftir grímuna og kláraði hratt heilan Gatorade-brúsa sem Sóley gaf mér á kaffistofunni. Mér var hálfflökurt og hafði ekki lyst á kaffi eða meðlæti. Ég reyndi að ná upp kröftum því ég vissi að kaffipásan yrði ekki löng. Orð sem björguðu Þegar ég var 10 ára fékk ég að heimsækja föður minn, sem lá þá á gjörgæsludeildinni við Hringbraut, og var mjög veikur. Ég man bara slitrur úr heimsókninni til pabba. Man að hann var hálfrænulaus að benda mér á tækin sem voru í kringum hann – hann var alltaf að kenna mér. Man hvað ég grét sárt þegar ég þurfti að fara frá honum. Og ég man eftir hjúkrunarfræðingnum sem tók utan um mig þegar ég kom út af stofunni og sagði að hún ætlaði að hugsa vel um pabba á meðan ég væri ekki hjá honum. Þessi orð og hlýja róuðu mig, ég vissi að pabbi væri í góðum höndum hjá þessari yndislegu konu sem tók mig í sinn faðm á raunastundu. Pabbi lést nokkrum vikum síðar og bara það að vita af hjúkrunarfræðingnum sem sagðist ætla að hugsa vel um pabba hjálpaði mér í sorginni. „... og strax í upphafi sáum við hvað hjúkrunarfræðingar voru mikilvægir og komu víða við sögu í Covid-faraldrinum.“ Þríeykið á bakvið Storm. Jóhannes Kr. Kristjánsson framleiðandi, Heimir Bjarnason klippari og Sævar Guðmundsson leikstjóri. Grúfulega Kaffipásan var stutt og fjölskylda sjúklingsins hafði óskað eftir því að fá að sjá hann í gegnum iPad en þeim hafði þá verið greint frá því að hann væri lífshættulega veikur. Vegna tæknilegra erfiðleika tókst ekki að tengjast iPad- num en það tókst svo síðar um kvöldið. Sjúklingnum var snúið á grúfu í þeirri veiku von að það myndi hjálpa honum í veikindunum. Ég var heila vakt með Sóleyju á gjörgæslunni og þegar ég gekk út af gjörgæsludeildinni mætti ég ungum lækni sem var að koma á vaktina. Hann spurði hvað ég hefði verið að gera og þegar ég sagði honum að ég hefði verið að fylgja Sóleyju hjúkrunarfræðingi eftir fyrir heimildaþáttaröð um Covid á Íslandi varð hann ánægður og sagði: „Það eru hjúkrunarfræðingar sem bera uppi starfið á þessum Covid-tímum.“ Pistill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.