Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 20
20 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 99. árg. 2023 Staðalmyndir og margbreytileiki Aðeins 3% hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Íslandi eru karlar. Ísland er meðal þeirra landa sem hafa lægst hlutfall starfandi karlkyns hjúkrunar- fræðinga í heiminum, en til samanburðar eru 10% hjúkrunarfræðinga í Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum karlar og 25% á Ítalíu. Og þó að einstaka strákar velji að fara í hjúkrunar- og sjúkraliðanám þá er eins og að órjúfanlegt glerþak haldi fjöldanum niðri. Sífellt meiri áhersla er lögð á kynjajafnrétti í samfélaginu og að ákveðin störf eða stéttir tilheyri ekki bara einu kyni. Til þess að vinna að þessu hefur verið stofnað til verkefna eins og Stelpur og tækni í HR sem hefur það að markmiði að vekja áhuga 9. bekkjar stelpna á tæknigreinum og svo nú átaksverkefnið #kvennastarf sem fékk íslensku menntaverðlaunin 2022 í flokknum framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Þetta eru frábær verkefni sem hafa örugglega áhrif. Strákar hjúkra-verkefnið Árið 2020 fékk verkefnið Strákar hjúkra – kynning fyrir stráka í 9. bekk grunnskóla styrk frá Jafnréttissjóði Íslands, en markmið þess var að vekja áhuga stráka á hjúkrunarstörfum, breyta staðalmyndum og fjölga körlum sem velja þennan starfsvettvang. Um var að ræða samstarfsverkefni Jafnréttisnefndar Landspítala og hjúkrunarfræðideilda HÍ og HA. Upphaflega stóð til að hafa stóran kynningardag í anda stelpur og tækni-verkefnisins en vegna heimsfaraldursins varð að vera með kynningar fyrir litla hópa. Voru því settar upp vinnusmiðjur fyrir stráka vorin 2021 og 2022, í skólum á höfuðborgarsvæðinu og í Háskólanum á Akureyri, þar sem mikið var lagt upp úr virkri þátttöku strákanna. Þar tóku þeir meðal annars þátt í að hjúkra slösuðum, skipta á sárum, endurlífga og að æfa sig í að sprauta. Hlutverkjaleikir voru notaðir og reynt var eftir fremsta megni að manna vinnusmiðjurnar með fyrirmyndunum, þ.e. karlkyns hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Staðalmyndir eru fyrirfram ákveðnar hugmyndir um útlit eða eiginleika fólks en einnig hafa þær mikil áhrif á líf okkar, eins og hvaða störf við veljum okkur. Staðalmyndir koma t.d. í veg fyrir það að strákar velji sér einn áhugaverðasta starfsvettvang sem til er, þ.e. störf við hjúkrun. Verkefnið strákar hjúkra Verkefnið strákar hjúkra EYGLÓ INGADÓTTIR hjúkrunarfræðingur og formaður Jafnréttisnefndar Landspítala Höfundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.