Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 33
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 33 Hjúkrun í framhaldsskólum „Það er raunar minn draumur að heilsugæsla í framhaldsskólum eflist.“ Efling heilsuverndar Fyrir um ári síðan var undirritað samkomulag milli framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem felur í sér að Heilsugæslan sinni heilbrigðisþjónustu fyrir framhaldsskólanemendur. Í samkomulaginu kemur fram að nemendur framhalds- skóla skuli hafa aðgang að þeirri þjónustu sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins veitir á öllum heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins óháð því hvort nemendur eigi lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi. Í lögum um framhaldsskóla segir meðal annars um heilsuvernd, hollustuhætti og forvarnir: „Skólameistari framhaldsskóla skal hafa samráð við heilsugæslustöð í nágrenni skólans um heilsuvernd og hollustuhætti. Framhaldsskóli og viðkomandi heilsugæslustöð geri samkomulag um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu sem veitt er nemendum.“ Að sögn Jóhönnu ákvað Heilsugæslan að útfæra samkomulagið á sambærilegan hátt og skólahjúkrun í grunnskóla. „Hjúkrunarfræðingar voru sendir í framhaldsskólana með þau tæki og tól sem þeir þurftu og skólarnir sáu um að útvega aðstöðu.“ Hún segir að í sumum tilfellum, eins og hjá FÁ, hafi það verið auðleyst þar sem góð aðstaða var þegar fyrir hendi í skólanum. Koma margir hjúkrunarfræðingar að þessu verkefni? „Það eru starfandi hjúkrunarfræðingar í flestum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og svo hafa nokkur sveitarfélög úti á landi einnig ákveðið að hafa sambærilegt fyrirkomulag, eins og t.d. á Akureyri og Egilsstöðum.“ Einn vetur stuttur tími til að koma á koppinn heilsugæslu Hver skóli fær úthlutað starfshlutfalli í samræmi við nemendafjölda en alls voru þrettán skólar aðilar að verkefninu og var heildarfjöldi þegar samkomulagið var undirritað 11.947 nemendur. Samkvæmt Jóhönnu á verkefnið að standa í eitt ár til að byrja með. „Verkefnið stendur yfir veturinn 2022-2023 og svo á að sjá til með framhaldið. Því er mikilvægt að þetta gangi vel og að heilsugæslan, skólastjórnendur, skólafólk og ekki síst við hjúkrunarfræðingar leggjumst á eitt og allir vinni vel saman. Samvinna er jú alltaf betri og leiðir til góðra verka. Einn vetur er ansi stuttur tími til að koma á koppinn heilsugæslu í framhaldsskóla, sérstaklega þar sem starfshlutfall er fremur lágt í hverjum skóla. Algengt er að í meðalstórum framhaldsskóla sé miðað við 20% starfshlutfall. Nemendur þurfa að kynnast þjónustunni, venjast því að hægt sé að leita til hjúkrunarfræðings og átta sig á hversu mörgum sviðum við getum aðstoðað, þetta tekur allt sinn tíma,“ segir hún. Í hverju felst samkomulagið og hvert er markmið þess? „Markmiðið er að bæta líðan og heilsu nemenda sem geta leitað til okkar með allt sem því viðkemur. Það er ótalmargt sem ungt fólk er að kljást við; kvíði, almenn geðheilsa og vangaveltur tengdar kynlífi, kynvitund, kynhneigð, kynþroska og kynverund. Einnig er unga fólkið okkar að kljást við ýmislegt varðandi lífsstíl, næringu, svefn, hreyfingu, samskipti og margt fleira.“ Heilsugæslan starfsvettvangur sem heillaði Samkvæmt samkomulaginu skal hjúkrunarfræðingur vera tengiliður heilsugæslu við skólana, bjóða nemendum einstaklingsviðtöl, veita ráðgjöf og fræðslu, auk þess að vera vegvísir og tengill inn í frekari meðferðarúrræði. Þá komum við aftur að Jóhönnu sem hefur mikinn áhuga og langa reynslu af heilsugæsluhjúkrun. Eftir nám hóf hún starfsferil sinn sem skólahjúkrunarfræðingur í Vogaskóla, þá 22 ára gömul, síðar hóf hún störf á Kleppi. Fyrir tilviljun, þegar hún var um þrítugt, hóf Jóhanna störf á heilsugæslunni í Árbæ, þar fann hún sína fjöl og hefur starfað við heilsugæsluhjúkrun allar götur síðan. Hún hefur tekið að sér ýmis verkefni innan heilsugæslunnar og nú síðast sem skólahjúkrunarfræðingur framhaldsskólanema. Áður en hún tók við því starfi var hún fagstjóri hjúkrunar á Heilsugæslunni í Glæsibæ. „Ég hef starfað í heilsugæslunni í öllum mögulegum störfum og tók diplómanám og bætti við mig BS-gráðu í hjúkrun. Ég hef unnið á heilsugæslunni Glæsibæ og Miðbæ en lengst vann ég á heilsugæslunni í Árbæ, þar var ég svo lánsöm að læra af frábærum hjúkrunarfræðingum sem urðu líka vinkonur mínar og eru það enn.“ Skólaheilsugæsla nauðsynleg þjónusta Hvernig hefur þú komið þér og þjónustunni á framfæri, vita nemendur af þér? „Ég er búin að fara í allar Krossgötur í MS en það er einnar einingar áfangi fyrir nýnema sem felst í því að mæta, vera virk og fá kynningu á ýmsu í lífinu, m.a. heilsueflingu og forvörnum. Svo fór ég með kynningu til nemenda á þriðja ári í áfanga í næringarfræði en ég hef sérstakan áhuga á því og næringu ungmenna. Í FÁ fór ég inn í nokkra bekki og kynnti mig og þá þjónustu sem ég býð upp á og sé fram á að vera með kynningu og fræðslu á þessari önn líka.“ Jóhanna hefur, eins og fyrr segir, einlægan áhuga á heilsu, næringu og hreyfingu, sjálf er hún mikill hlaupagarpur og hefur til að mynda tekið þátt í um 30 maraþonum, bæði hér heima og erlendis. Þessi áhugi á heilsueflingu nýtist vafalaust til að hvetja framhaldsskólanema til heilsueflingar. „Ég hef áhuga á svo mörgu að ævin mun ekki endast til að gera nema hluta af því sem mig langar til að gera, ég er svo heppin að mörg áhugamál tengjast vinnunni eins og heilsuefling og alhliða heilsuvernd. Það er raunar minn draumur að heilsugæsla í framhaldsskólum eflist. Þegar ég var yfirhjúkrunarfræðingur hjá heilsugæslu Miðbæjar fylgdist ég með farsælu hjúkrunarstarfi í MR og varð enn sannfærðari um tilgang heilsugæslu í framhaldsskólum. Með því að grípa inn í heilsutengdan vanda snemma og þannig minnka skaða er líka hægt að fyrirbyggja ýmislegt.“ Sjálf hefði Jóhanna viljað geta leitað til hjúkrunar- fræðings á sínum framhaldsskólaárum. „Ég hefði viljað hafa skólaheilsugæslu í Flensborg þegar ég var nemandi þar. Ég var utan af landi og þekkti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.