Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 66
66 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1 . tbl. 99. árg. 2023 Hjúkrun – grunnstoð heilbrigðiskerfisins Breytingar á starfsumhverfi og verkefnum hjúkrunarfræðinga á Landspítala á árunum 2005-2019 KRISTLAUG HELGA JÓNASDÓTTIR hjúkrunarfræðingur og heilsu- hagfræðingur MS, hagdeild, Landspítala ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur MS, verkefnastjóri hagdeild, Landspítala ELÍN J.G. HAFSTEINSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur og hagfræðingur PhD, skrifstofu hjúkrunar, Landspítala SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur PhD, forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélags Íslands, forstöðumaður fræðasviðs í krabbameinshjúkrun á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands. Starfaði sem framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala 2012-2022 Höfundar Áhersla er lögð á að skýra og svara fullyrðingum, sem gjarnan koma fram í umræðunni þegar mönnun í hjúkrun er rædd á opinberum vettvangi. Þar sem fjallað er um þróun stöðugilda í hjúkrun nær greiningin í flestum tilfellum til áranna 2015-2019. Ástæður þess að greiningin nær aðeins til 2019 eru fyrst og fremst tvær. Sú fyrri er að aðstæður voru mjög óvenjulegar á árunum 2020, 2021 og inn á árið 2022 vegna Covid-19 faraldursins og höfðu mikil áhrif á mannafla í hjúkrun. Sú seinni er vegna þeirra umfangsmiklu breytinga sem urðu á mannafla í hjúkrun við styttingu vinnuvikunnar sem gerir samanburð við fyrri ár flókinn. Mikilvægt er að greining á þeim breytingum á mönnun sem áttu sér stað í kjölfar þessara kerfisbreytinga fari fram síðar. Leitast er við að kynna í greininni nýrri gögn þar sem það er mögulegt og á við. Hjúkrun – grunnstoð heilbrigðiskerfisins Þessi grein er síðari greinin af tveimur um þróun mönnunar og starfsumhverfis hjúkrunarfræðinga á Landspítala á árunum 2005-2019. Fyrri greinin var birt í síðasta tölublaði og fjallaði um þróun mönnunar í hjúkrun á Landspítala. Hér verður fjallað stuttlega um helstu breytingar á starfsmannafjölda og samsetningu hans sem hafa áhrif á þörf fyrir heilbrigðisþjónustu og skoðað hvaða breytingar hafa orðið á hjúkrunarþyngd sjúklinga sem eru í innlögn á Landspítala. Einnig er fjallað um breytingar sem hafa orðið á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga, eins og fjölgun nemenda og erlendra hjúkrunarfræðinga, og þá þróun sem orðið hefur í tilfærslu verkefna hjúkrunarfræðinga á dag- og göngudeildir. Miklar breytingar hafa orðið á verkefnum og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga á undanförnum áratug. Hjúkrunarþyngd hefur aukist, við erum orðin fjölmenningarsamfélag með fleiri sjúklinga með annan bakgrunn er íslenskan, fleiri erlenda starfsmenn, nemendum hefur fjölgað og hlutfall hjúkrunarfræðinga af heildarmannafla hefur minnkað. Hafa dagleg verkefni og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga breyst á undanförnum áratug?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.