Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 68
68 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1 . tbl. 99. árg. 2023 kvenna hefur lengst um rúm þrjú ár eða 4% frá árinu 1991 til 2021, en íslenskra karla um tæp 5 ár eða 6% (Hagstofa Íslands 2022). Á sama tíma og öldruðum fjölgar mikið hefur öðrum íbúum í landinu jafnframt fjölgað hratt. Árleg meðaltalsfjölgun íbúa á Íslandi hefur verið 1,5% á ári (2005-2019) sem er rúmlega fimmtungs fjölgun á innan við 15 árum (Hagstofa Íslands, 2022). Á síðasta áratug 2010-2021 fjölgaði erlendum ríkisborgurum á Íslandi hlutfallslega mun meira en annars staðar á Norðurlöndunum, fjölgun var að meðaltali 16,9% á ári samanborið við 2,5% til 4,6% annars staðar á Norðurlöndunum). Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 0,6% á ári. Meðaltals hlutfallsleg fólksfjölgun í landinu á ári frá 2010-2019 var fimm sinnum meiri en í Finnlandi, þrefalt meiri en í Danmörku og rúmum þriðjungi meiri en í Noregi og Svíþjóð (Hagstofa Íslands, 2022 og Nordic Statistics, 2022). Á þessu sama árabili hefur fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækja landið rúmlega fimmfaldast í tæplega tvær milljónir árið 2019 (voru um 375 þúsund árið 2005) og fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd tæplega tífaldast úr 84 árið 2005 í 813 árið 2019. Út frá tölum frá Hagstofu Íslands má álykta að árið 2019 hafi á hverjum tíma verið um 60 þúsund erlendir ríkisborgarar í landinu að meðaltali á móti um 23 þúsund árið 2010 og næstum einn af hverjum fimm íbúum landsins verið með erlent ríkisfang (Hagstofa Íslands, 2022). Öldrun þjóðar hefur í för með sér aukna þörf fyrir sjúkrahúsþjónustu Fjölgun aldraðra hefur í för með sér aukna þörf fyrir sjúkrahúsþjónustu en tæpur þriðjungur legudaga á Landspítala árið 2022 voru nýttir af sjúklingum á aldrinum 70-85 ára en það er sá aldurshópur sem notar mest legudeildarþjónustu Landspítala (mynd 1). Á næstu 15 árum ná þessir fjölmennu árgangar fæddir 1953-1963 þeim aldri þar sem mestar líkur eru á að þeir þurfi á innlögn á Landspítala að halda (Landspítali hagdeild, 2023, Hagstofa Íslands, 2022). Þegar talað er um fjölgun aldraðra snýst umræðan oft um fjölgun hrumra aldraðra sem oft og tíðum eru í þörf fyrir heimahjúkrun eða hjúkrunarheimili. Á þriðja stigs sjúkrahúsi er hins vegar fyrst og fremst verið að veita sérhæfða sjúkrahúsþjónustu vegna langvinnra og bráðra veikinda. Sem dæmi má taka að á undanförnum árum og áratugum hefur orðið mikil fjölgun í nýgengi krabbameina, sem eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks (https://www. krabb.is/rannsoknasetur/upplysingar-um-krabbamein/ yfirlitstolfraedi/). Fram undan er spáð enn frekari aukningu en til ársins 2035 er spáð 41% aukningu í nýgengi krabbameina og 52% til ársins 2040. Að auki hefur lifun aukist verulega vegna framfara í meðferð, þannig eru í dag á lífi rúmlega 17.000 einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein en því er spáð að árið 2035 verði þeir rúmlega 24.000. Í þessum hópi lifenda eru margir sem þarfnast ævilangrar meðferðar og eftirlits. Þessi mikla aukning bæði í nýgengi og lifun kallar á sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og þar með talið sérhæfða hjúkrun (Krabbameinsfélag Íslands). Áhrif aukinnar fjölmenningar á þörf fyrir sjúkrahúsþjónustu Á árinu 2019 þáðu einstaklingar af 109 þjóðernum, með jafnmörg ólík tungumál og menningu, þjónustu á Landspítala. Sjúklingum með erlent ríkisfang hefur fjölgað mikið og á allra síðustu árum voru 10% legusjúklinga 2019, en 3% árið 2015 (mynd 2). Þetta er rúmlega þreföldun á fjórum árum og sambærileg þróun hefur átt sér stað fyrir dag- og göngudeildarþjónustu (Landspítali hagdeild, 2023). 47% 31% 10% 47% 32% 11% 48% 33% 11% 49% 34% 11% 52% 35% 11% 54% 35% 12% 55% 36% 12% 55% 36% 12% 55% 35% 12% 54% 35% 12% 55% 35% 12% 56% 35% 13% 56% 36% 13% 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 Mynd 1. Hlutdeild fjölda legudaga og lega 67 ára og eldri á Landspítala, ásamt hlutdeild í íbúafjölda á Íslandi 2010-2022. Legudagar einstaklinga 67 ára og eldri á Landspítala Legur einstaklinga 67 ára og eldri á Landspítala Fjölda einstaklinga á Íslandi 67 ára og eldri Hjúkrun – grunnstoð heilbrigðiskerfisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.