Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 15
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 15 Viðtal Samhliða starfi sínu sem framkvæmdastjóri hjúkrunar hefur Sigríður einnig gegnt starfi prófessors í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands frá árinu 2017. Vantar heiðarleika og gagnsæi í umræðuna Hvað hefur reynst þér persónulega erfiðasta áskorunin í starfi? „Það er engin vafi að það voru fjármálin og þetta misræmi á milli þarfa og bjargráða. Ég er mjög talnaglögg og læs á fjármál og mér fannst alltaf svo mikill ómöguleiki í þessu. Það eru miklar kröfur settar á spítalann; hann á að veita ákveðna þjónustu og á sama tíma höfum við litla stjórn á því hvaða verkefni koma inn á spítalann. Við þurfum að veita þjónustuna og erum ákveðin endastöð, tökum við þegar önnur þjónusta er ekki í boði.“ Sigríður tók við starfinu nokkrum árum eftir hrun en hún var í öðru starfi innan spítalans á hrunárunum þar sem hún sat fundi til að leita leiða til að spara. Þá sem forstöðumaður fræðasviðs í krabbameinshjúkrun. „Við vorum búin að ganga rosalega hart fram í að spara, alveg inn að beini, og í rauninni allt of langt að mínu mati. Það hefur verið mikil barátta á undanförnum árum að vinna í því að fá fjármagn inn í grunnstarfsemi spítalans og lítill skilningur hjá stjórnvöldum þegar vantaði aukið fjármagn eftir niðurskurð á árunum eftir hrun. Það var til dæmis ekki keypt kaffi fyrir starfsfólkið á þessum árum. Svörin voru iðulega að búið væri að auka framlög til spítalans en þá var ekki tekið með í reikninginn að íbúum og ferðamönnum hefur fjölgað og sem dæmi má taka að á tímabili voru ferðamenn að nýta 20% af gjörgæslurýmum landsins en þessi rými eru mjög takmörkuð auðlind. Þjónustuþörfin hefur einfaldlega aukist, þjóðin er að eldast og fjölveikum fjölgar. Þrátt fyrir hækkuð framlög til spítalans þá hefur sú hækkun ekki dugað til að reka þessa stóru stofnun og mæta þessari aukningu. Það hafa komið ný verkefni og aukið fjármagn hefur farið í þau; verkefni sem spítalanum er falið að sjá um eins og til dæmis brjóstaskimanir. Eins er oftast vísað í krónutöluhækkanir sem að stærstum hluta eru til að mæta hækkun á kjarasamningum eða verðlagi. Þetta eru ekki nýir peningar. Það er rétt að framlög hafa verið aukin en það stendur samt ekki undir grunnfjármögnun á starfsemi spítalans sem er sannarlega vanfjármögnuð.“ Framlög ríkisins fela oft í sér falda hagræðingakröfu til viðbótar við þá sem er uppi á borðinu. Umræðan er líka oft með þeim hætti að hún grefur undan trausti á milli starfsmanna og stjórnenda á stofnuninni. Aukin framlög til spítalans eru bundin í launahækkunum vegna kjarasamninga og eyrnamerkt í ný verkefni sem spítalanum eru falin. Starfsfólkið, skiljanlega, segist ekki sjá þess nein merki að framlögin skili sér í klíníkina og allir eru ósáttir. En það er vegna þess að heiðarleikann og gagnsæið vantar í þessa umræðu,“ útskýrir hún. Og gróflega, hversu mikið fjármagn vantar að þínu mati? „Það vantar nokkra milljarða. Nærtækast er að benda á að framlög okkar til heilbrigðismála eru lægri en nágrannalanda okkar. Því er oft borið við að við séum yngri þjóð en þjóðir nágrannalanda okkar og þar af leiðandi eigi kostnaður við heilbrigðisþjónustu að vera lægri. Það er alveg rétt að við erum yngri en það er hins vegar hlutfallslega dýrara að reka heilbrigðisþjónustu í litlu landi þar sem fámenn og dreifbýl þjóð býr og nánast öll heilbrigðisþjónusta þarf samt að vera til staðar. Mér hefur fundist þessi umræða á milli veitenda þjónustunnar og yfirvalda ekki vera vitræn og hún hefur í raun verið mér mjög þungbær því hún er ekki rökrétt og stríðir gegn réttlætiskennd minni.“ Flókið að vinna með óformlegt vald Sigríður segir það einnig hafa reynst sér erfitt, sérstaklega fyrstu árin í starfi sem framkvæmdastjóri hjúkrunar, hafði hún lítið svigrúm og litlu hlutverki að gegna gagnvart hjúkrun á spítalanum eins undarlega og það kann að hljóma. „Skipulagið var einfaldlega þannig að ég átti að vera í öðru. Það voru ýmsir þeirrar skoðunar Hvar er þinn slökunarreitur á Íslandi? Sveitin mín, Gnúpverjahreppur. Uppáhaldshreyfing? Gönguskíði á veturna, hjóla á sumrin og göngutúr með hundinn fyrir háttinn alla daga ársins. Te eða kaffi? Kaffi, hef drukkið það frá því ég var fimm ára. Morgunhani eða náttugla? Er náttugla að eðlisfari en lifi lífi morgunhanans. Besta bók sem þú hefur lesið? Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson, Grasið syngur eftir Doris Lessing og svo er ég mjög hrifin að skáldsögunum hennar Auðar Övu og ljóðunum hennar Gerðar Kristnýjar. „Það vantar nokkra milljarða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.