Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 18
18 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 99. árg. 2023 Önnur birtingarmynd á þessari óeiningu er þegar umræðan beinist að því að skortur sé á hjúkrunar- fræðingum. Þá kemur oft upp í umræðunni að það þurfi bara að hækka launin. Það er hins vegar ekki rétt, það er mikilvægt að launin séu samkeppnishæf og þá þarf ekki síst að horfa á dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga. En jafnvel þótt að allir sem hafa leyfi til að starfa sem hjúkrunarfræðingar og starfa við annað kæmu til starfa í hjúkrun þá myndi það ekki duga til. Nauðsynlegt er að fjölga í hópnum líka. Það er hins vegar ekki einfalt.“ Sigríður segir að það sé mikil áskorun að fjölga nemendum í hjúkrunarfræði en það sé áskorun sem verði að leysa. „Við þurfum að fjölga nemendum, við þurfum að bjóða upp á samkeppnishæf kjör og við þurfum líka að breyta því hvernig við vinnum þannig að við nýtum þekkinguna okkar betur. Við höfum fjölgað nemendum á undanförnum árum og erum alveg komin að þolmörkum en til þess að tryggja gæðin í því sem við erum að gera þá verðum við að styrkja innviði varðandi klíníska kennslu og til dæmis ráða inn kennslustjóra. Við höfum verið að taka upp herminám og annað slíkt og það er hægt að ganga miklu lengra í því, við þurfum að leita leiða til þess að það gangi upp.“ Sigríði líst ekki illa á að róbótar gangi í ákveðin störf á heilbrigðisstofnunum. „Þeir munu ekki koma í staðinn fyrir hjúkrunarfræðinga og ekki draga úr þörfinni en þeir munu gjörbreyta því hvernig við vinnum ásamt öðrum tækninýjungum. Í dag er allt of miklum tíma eytt í vinnu sem tæknin á að hjálpa okkur við og ef við næðum miklum árangri í því að breyta og bæta skráningakerfið og lyfjaferli myndi meiri tími gefast til að sinna sjúklingum,“ segir hún og leggur áherslu á að nýta eigi tæknina þótt hjúkrunarstarfið snúist í grunninn alltaf um samskipti. „Færni í mannlegum samskiptum er kjarni starfsins sem breytist ekki, í framtíðinni munum við samt án efa reiða okkur meira á tækni sem við munum líka nota með markvissari hætti í samskiptum við sjúklinga.“ Skilur sátt en hefði viljað gera miklu meira fyrir hjúkrun Eftir gott spjall um árin á Landspítala stöndum við upp og sækjum okkur meira kaffi, það er ekki úr vegi að spyrja hana í leiðinni hvort hún muni sakna starfsins? „Það var erfitt að taka ákvörðun um að hætta, ég elska Landspítalann,“ svarar hún brosandi en bætir svo við: „Ég var búin að vera framkvæmdastjóri hjúkrunar í tíu ár og held það sé ekki hollt að vera mikið lengur í slíku starfi, hvorki fyrir mann persónulega eða stofnunina sem maður starfar fyrir. Mér bauðst mjög spennandi starf sem forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins sem gefur mér tækifæri til að sinna því sem ég upphaflega lærði og ætlaði mér að fást við. Að auki starfa ég sem prófessor við HÍ og sem forstöðumaður fræðasviðs í krabbameinshjúkrun á Landspítala og er því enn tengd spítalanum. Markmiðið í öllum þessum störfum er í raun það sama, að bæta þjónustuna við sjúklinga með krabbamein með því að vinna að rannsóknum, kennslu og þróun.“ Hún segist skilja sátt, hefði þó viljað gera miklu meira fyrir hjúkrun en það sé miklu stærra mál sem hún muni halda áfram að beita sér fyrir, með öðrum hætti á nýjum stað. Starfið leggst vel í hana enda má segja að hún sé komin á heimaslóðir.“ Persónuleg reynsla olli því að krabbameinshjúkrun varð fyrir valinu Sigríður er með doktorspróf í krabbameinshjúkrun, hvers vegna valdir þú það sérsvið innan hjúkrunar á sínum tíma? „Ég óttaðist sjúkdóminn, fannst hann ógnvekjandi en ég ákvað samt ekki að fara í krabbameinshjúkrun fyrr en ég var að klára BS-námið. Það er örugglega persónuleg reynsla sem ýtti mér í þá átt; báðar ömmur mínar létust úr krabbameini en ég var mjög náin ömmu minni og nöfnu sem lést þegar ég var 11 ára. Á þeim árum var það oft þannig að krabbameinsveikir vildu ekki láta sína nánustu sjá sig þegar þeim fór að hraka. Og það var þannig að ég sá ekki ömmu mína síðustu vikurnar sem hún lifði. Það var hennar ósk og ég virði það en það var mjög sárt. Síðan lést ömmusystir mín úr krabbameini þegar ég var að læra hjúkrun, þetta var erfitt krabbamein og hún mjög veik og ég held að þessi upplifun hafi á endanum orðið til þess að ég fékk áhuga á krabbameinshjúkrun.“ Eftir útskrift fór Sigríður að vinna á 11E sem var krabbameinsdeild á Hringbraut. Síðan fór ég á 12G sem var kviðarholsskurðdeild og þar voru líka framkvæmdar brjóstaaðgerðir á konum með brjóstakrabbamein. Á þessum tíma var ég búin að ákveða að fara í framhaldsnám og fór til Bandaríkjanna í klínískt meistaranám í krabbameinshjúkrun. Mér líkaði svo vel þar að ég ákvað að fara beint í doktorsnám. Ég ætlaði svo að vinna sem hjúkrunarfræðingur og hafði aldrei látið mér detta það til hugar að fara í stjórnunarstarf en rannsóknarvinna heillar mig,“ segir hún og það er því ljóst að hún er komin á réttan stað sem forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins en Sigríður tók við þann 1. október sl. Hún segir mörg brýn verkefni fram undan, en spáð er gríðarlegri aukningu í nýgengi krabbameina á næstu 20 árum eða rúmlega 40% til 2035 og rúmlega 50% til 2040. „Áhætta okkar sem einstaklinga fyrir því að fá krabbamein er ekki að aukast heldur er þetta fyrst og fremst vegna þess að þjóðin er að eldast. Að auki eykst mjög sá fjöldi sem lifir eftir greiningu krabbameins sem margir hverjir þurfa á ævilangri meðferð að halda. Þetta mun hins vegar hafa í för með sér mjög aukna þjónustuþörf. Ef við viljum ganga að því vísu að fá þjónustu sem er sambærileg við það sem er boðið upp á í dag þarf að hrinda af stað mjög markvissum aðgerðum. Við þurfum fleira heilbrigðisstarfsfólk, fullnægjandi húsnæði, aðgang að nýjustu lyfjum og öðrum meðferðum og auka þarf notkun á fjarheilbrigðisþjónustu. Ég gæti haldið lengi áfram enda brenn ég fyrir þessu verkefni. Krabbameinsfélagið hefur þau markmið að fækka þeim sem greinast, fjölga þeim sem lifa og bæta líðan og lífsgæði þeirra sem lifa. Ég samsama mig mjög þessum markmiðum sem ég fæ tækifæri til að vinna að í starfi mínu“, segir hún að lokum. Viðtal „Það er örugglega persónuleg reynsla sem ýtti mér í þá átt; báðar ömmur mínar létust úr krabbameini en ég var mjög náin ömmu minni og nöfnu sem lést þegar ég var 11 ára.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.