Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 52
52 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 99. árg. 2023 Endómetríósuteymi Kvennadeildar Hvenær og hvers vegna var endómetríósuteymi stofnað á Kvennadeild Landspítalans? Endómetríósuteymið var stofnað fyrir nokkrum árum, eða árið 2017, af læknum og hjúkrunarfræðingum deildarinnar með það að markmiði að nálgast sjúkdóminn á þverfaglegri hátt en áður hafði verið gert. En sú hefur verið þróunin í meðferð margra flókinna sjúkdóma á undanförnum árum. Þar áður hafði lengi verið vilji fyrir að stofna svona teymi innan Kvennadeildar Landspítalans. Það var röskun á ýmiss konar starfsemi í Covid-19, vegna álags á heilbrigðiskerfið, og þar á meðal starfsemi sem tengist endómetríósu, bæði hérlendis og erlendis en um leið og faraldurinn var í rénum var farið á fullt í það að reyna að koma á virku starfi teymisins. Hvaða fagfólk tilheyrir þessu nýja teymi og hvernig virkar það? Þær fagstéttir sem mynda teymið eru sérfræðilæknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, sérhæfðir sjúkraþjálfarar og starfsfólk verkjateymis Landspítala. Við stofnun teymisins voru þrír sérfræðilæknar í því, núna er aðeins einn starfandi en það er unnið að því að fjölga læknum í teyminu. Tveir hjúkrunarfræðingar og einn félagsráðgjafi, sem allir starfa á Kvennadeildinni, tilheyra teyminu. Þrír sérhæfðir sjúkraþjálfarar með sérhæfingu í meðferð á grindarbotns- og verkjavandamálum kvenna, ásamt 3-4 starfsmönnum verkjateymis hjúkrunarfræðinga og lækna eru virkir þátttakendur í starfsemi teymisins. Auk þess er verið að vinna að því að fá sálfræðing, eða aðra sálræna þjónustu, inn í teymið en það hefur ekki verið til þessa. Teymið virkar þannig að það þarf tilvísun frá lækni til að komast inn í það. Þegar tilvísun er komin, er komin beiðni inn í okkar kerfi. Hjúkrunarfræðingur sendir þá spurningalista á viðkomandi og út frá þeim er svo lagt mat á forgang inn í teymið. Viðkomandi fær í kjölfarið sent rafrænt svar um hvort hún sé komin á biðlista eftir tíma hjá sérfræðilækni teymisins. Eftir fyrsta viðtal hjá lækni er svo metið hvort konan þurfi á aðgerð að halda eða hvort annarra úrræða er þörf. Hjúkrunarfræðingar sinna ýmsum símtölum og eftirfylgd við þær konur sem eru innan teymisins. Teymið hittist reglulega á fundum og fer yfir fagleg málefni og eins eru tilfelli rædd. Þess má geta að þeir, sem eru í þessu sérhæfða endómetríósuteymi spítalans, sinna líka ýmsum öðrum sjúklingaflokkum, aðgerðum, inniliggjandi sjúklingum, bráðaþjónustu og öðru. Hefur vakning gagnvart sjúkdómnum á undanförnum árum orðið til þess að fleiri leita sér nú aðstoðar en áður? Mjög líklega er það svo, enda eru margar konur mun betur upplýstar í dag en áður. Hins vegar hafa íslenskar rannsóknir á vegum Reynis Tómasar Geirssonar sýnt að á árunum 1981-2000 og síðan 2001-2015 var nýgengi sjúkdómsins nokkuð stöðugt. Endómetríósa getur verið mjög flókinn sjúkdómur og fer ekki alltaf saman styrkur verkja og sýnileiki endómetríósuvefs. Oft þarf að nálgast sjúkdóminn út frá fleiri hliðum en bara með aðgerð. Stundum hjálpar aðgerð en stundum ekki. En hver þarf á aðgerð að halda og hver ekki á alltaf að vera vel rökstudd ákvörðun sérfræðings í skurðlækningum Viðtal og myndir: Sigríður Elín Ásmundsdóttir Flókin fjölkerfa sjúkdómur eins og endómetríósa kallar á fjölþættar meðferðir, skilning á einkennum sem ekki endilega finnst skýring á og sérhæfðu endómetríósuteymi sem nálgast sjúkdóminn þverfaglega. Guðrún Björk Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur er í endómetríósuteymi Kvennadeildar Landspítala og við fengum hana til að svara nokkrum spurningum um þetta mikilvæga teymi sem var stofnað árið 2017. Endómetríósuteymi Kvennadeildar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.