Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 68
68 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1 . tbl. 99. árg. 2023 kvenna hefur lengst um rúm þrjú ár eða 4% frá árinu 1991 til 2021, en íslenskra karla um tæp 5 ár eða 6% (Hagstofa Íslands 2022). Á sama tíma og öldruðum fjölgar mikið hefur öðrum íbúum í landinu jafnframt fjölgað hratt. Árleg meðaltalsfjölgun íbúa á Íslandi hefur verið 1,5% á ári (2005-2019) sem er rúmlega fimmtungs fjölgun á innan við 15 árum (Hagstofa Íslands, 2022). Á síðasta áratug 2010-2021 fjölgaði erlendum ríkisborgurum á Íslandi hlutfallslega mun meira en annars staðar á Norðurlöndunum, fjölgun var að meðaltali 16,9% á ári samanborið við 2,5% til 4,6% annars staðar á Norðurlöndunum). Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 0,6% á ári. Meðaltals hlutfallsleg fólksfjölgun í landinu á ári frá 2010-2019 var fimm sinnum meiri en í Finnlandi, þrefalt meiri en í Danmörku og rúmum þriðjungi meiri en í Noregi og Svíþjóð (Hagstofa Íslands, 2022 og Nordic Statistics, 2022). Á þessu sama árabili hefur fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækja landið rúmlega fimmfaldast í tæplega tvær milljónir árið 2019 (voru um 375 þúsund árið 2005) og fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd tæplega tífaldast úr 84 árið 2005 í 813 árið 2019. Út frá tölum frá Hagstofu Íslands má álykta að árið 2019 hafi á hverjum tíma verið um 60 þúsund erlendir ríkisborgarar í landinu að meðaltali á móti um 23 þúsund árið 2010 og næstum einn af hverjum fimm íbúum landsins verið með erlent ríkisfang (Hagstofa Íslands, 2022). Öldrun þjóðar hefur í för með sér aukna þörf fyrir sjúkrahúsþjónustu Fjölgun aldraðra hefur í för með sér aukna þörf fyrir sjúkrahúsþjónustu en tæpur þriðjungur legudaga á Landspítala árið 2022 voru nýttir af sjúklingum á aldrinum 70-85 ára en það er sá aldurshópur sem notar mest legudeildarþjónustu Landspítala (mynd 1). Á næstu 15 árum ná þessir fjölmennu árgangar fæddir 1953-1963 þeim aldri þar sem mestar líkur eru á að þeir þurfi á innlögn á Landspítala að halda (Landspítali hagdeild, 2023, Hagstofa Íslands, 2022). Þegar talað er um fjölgun aldraðra snýst umræðan oft um fjölgun hrumra aldraðra sem oft og tíðum eru í þörf fyrir heimahjúkrun eða hjúkrunarheimili. Á þriðja stigs sjúkrahúsi er hins vegar fyrst og fremst verið að veita sérhæfða sjúkrahúsþjónustu vegna langvinnra og bráðra veikinda. Sem dæmi má taka að á undanförnum árum og áratugum hefur orðið mikil fjölgun í nýgengi krabbameina, sem eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks (https://www. krabb.is/rannsoknasetur/upplysingar-um-krabbamein/ yfirlitstolfraedi/). Fram undan er spáð enn frekari aukningu en til ársins 2035 er spáð 41% aukningu í nýgengi krabbameina og 52% til ársins 2040. Að auki hefur lifun aukist verulega vegna framfara í meðferð, þannig eru í dag á lífi rúmlega 17.000 einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein en því er spáð að árið 2035 verði þeir rúmlega 24.000. Í þessum hópi lifenda eru margir sem þarfnast ævilangrar meðferðar og eftirlits. Þessi mikla aukning bæði í nýgengi og lifun kallar á sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og þar með talið sérhæfða hjúkrun (Krabbameinsfélag Íslands). Áhrif aukinnar fjölmenningar á þörf fyrir sjúkrahúsþjónustu Á árinu 2019 þáðu einstaklingar af 109 þjóðernum, með jafnmörg ólík tungumál og menningu, þjónustu á Landspítala. Sjúklingum með erlent ríkisfang hefur fjölgað mikið og á allra síðustu árum voru 10% legusjúklinga 2019, en 3% árið 2015 (mynd 2). Þetta er rúmlega þreföldun á fjórum árum og sambærileg þróun hefur átt sér stað fyrir dag- og göngudeildarþjónustu (Landspítali hagdeild, 2023). 47% 31% 10% 47% 32% 11% 48% 33% 11% 49% 34% 11% 52% 35% 11% 54% 35% 12% 55% 36% 12% 55% 36% 12% 55% 35% 12% 54% 35% 12% 55% 35% 12% 56% 35% 13% 56% 36% 13% 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 Mynd 1. Hlutdeild fjölda legudaga og lega 67 ára og eldri á Landspítala, ásamt hlutdeild í íbúafjölda á Íslandi 2010-2022. Legudagar einstaklinga 67 ára og eldri á Landspítala Legur einstaklinga 67 ára og eldri á Landspítala Fjölda einstaklinga á Íslandi 67 ára og eldri Hjúkrun – grunnstoð heilbrigðiskerfisins

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.