Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 66
an væri barnaleikur á móts við það, sem síðar kynni að
koma.
Vísindamönnum taldist svo til, að vegg.jaþykkt í loft-
varnabyrgi þyrfti að vera úr 130 cm. þykkri steinsteypu
til þess að hlífa fólki undan geislamagni kjarnorku-
sprengj unnar.
Það var ekki laust við, að japönsku vísindamennirnir
kímdu að pukri og leynibruggi Bandaríkjamanna út af
áhrifum kjarnorkusprengjunnar, því að Japaninn veit
lengra en nef hans nær.
í febrúarmánuði 1946 var ungfrú Sasaki í þann veg-
inn að láta hugfallast vegna þjáninga sinna. Vinur henn-
ar einn fór á fund síra Kleinsorge og fékk hann til þess
að líta inn til stúlkunnar, henni til huggunar. Er þau
töluðust við, varð henni að orði: „Ef sá guð, sem þér
trúið á, er góður og miskunnsamur, hvernig getur hann
þá látið fólk taka út svona þjáningar?" „Barnið mitt“,
svaraði presturinn. „Mennirnir hafa ekki artað sig eins
og Drottinn ætlaðist til. Þeir hafa syndgað og fallið í
ónáð“. Þetta voru huggunarorðin.
Frú Nakamura komst á snoðir um, að trésmiður einn
hrófaði upp timburkofum í borginni og leigði þá út fvrir
lítinn pening. Konunni var nú farið að spretta hár aftur,
hætti því að vera í felum og fór í útréttingar. Henni
tókst að öngla saman aurum fyrir leigunni og flutti inn
í einn skúrinn, sem reyndar var dimmur og með moldar-
gólfi. En það átti þó að heita mannabústaður og mest um
vert, að það var þó í Hiroshima. Hún gat gert sér ofur-
litla kálgarðsholu, en diska og eidhúsgögn hirti hún úr
rústum og sorphaugum, og gat eldað ofan í sig og hyski
sitt. Peningar gengu þó fljótt til þurrðar og fór hún því
á fund síra Kleinsorge, sálusorgara síns, til skrafs og
ráðagerða. Kom nú tvennt til greina: annað hvort að fara
180
Heilbrigt líf