Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 88
um mínum hér í héraðinu, sem voru veikir 2—3 daga á
sjó og dóu svo skömmu eftir að þeir komu í land. Á sár-
unum, sem þetta stafaði frá, var oft lítið að sjá, óhrein
sár á fingrum, en greiður aðgangur fyrir illkynja sýkla.
Fingurmein geta verið mestu háskakvillar. Þau hafa
víst gert tjón í verstöðvum hér og víðar á landinu alla
tíð, þó að annálar geti þar lítið um, en sögur fara mjög
af því á fyrri öld. Þá gekk annað veifið sem farsótt
hættuleg graftrarsótt undir Jökli og víða í verstöðvum
sunnanlands. Illræmdur faraldur af þessu tagi, nefnd
bólgusótt, gekk hér árin 1871—75. Þekkti ég ýmsa á
Suðurnesjum, sem voru meir og minna örkumla eftir
þann faraldur, handarlausa eða með krepptar og ónýtar
hendur. Veikin varð mörgurn að bana.
Meðferð.
Með allar ákomur á fingrum skal leita læknis, þar sem
þess er kostur. Öllum stungum og áverkum ber að gefa
gaum, hirða vel og vandlega. Þegar verkur kemur í sár
eða fingur, eða bólgnar eftir áverka, gefur náttúran kall-
merki um að hefjast handa í skyndi, ígerð og öðru verra
til varnar. Hvíla ber handlegginn (í fatli eða liggja fyrir,
ef sótthiti er). Heitir vatnsbakstrar fyrst 1 stað, eða
sprittbakstrar (brennsluspritt, þynnt til helminga með
soðnu vatni), sé það til, meðan ígerð er að myndast. Sé
ígerð komin, er hnífurinn aðalhjálpin, ásamt nýjustu lyfj-
um til varnar frekari útbreiðslu. Aldrei er farið of
snemma með fingurmein til læknis. Að fara of seint leiðir
til þjáninga, djúpra ígerða, oft varanlegra meina, ef
sjúklingurinn sigrar í baráttunni, sem þó er óvíst.
Sárin gróa eftir skurðinn, þegar drep er leyst, en oft
tekur langan tíma að það leysist (sinar, bein og brjósk
í liðum). Skipta þarf umbúðum, þegar gegndrepa verður,
hreinsa vel hendur á sér áður og sápuþvo, og forðast að
202
Heilbricjt líf