Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 10
Halldóra Gunnsteinsdóttir, kona Glúms, kvaddi konur með
sér, og eru höfð eftir henni þessi ummæli: „ok skulum vér
binda sár þeirra manna, er lífvænir eru, ór hvárra liSi
sem eru“.
Upphafsmaður og aðalstofnandi Alþjóða rauða kross-
ins var svissneskur maður, Henri Dunant. Hann var fædd-
ur í Genf 8. maí 1828. Þegar á unga aldri bar mjög á því
hjá honum, hversu hann lét sér annt um þá, sem bágt áttu
og þjáðust. Talið er, að hann hafi fengið sérstaklega gott
uppeldi í þessa átt.
Árið 1859 áttu ítalir með aðstoð Frakka í ófriði við
Austurríkismenn. Orustan, sem háð var við Solferino, var
sérstaklega mannskæð. Dunant var þá á ferð á Ítalíu.
Hann tók sér fyrir hendur að hjúkra þeim, sem særzt höfðu
í orustunni, fékk fólk í lið með sér og myndaði þannig
ofurlitla hjálparsveit. Enginn greinarmunur var gerður
á vinum og óvinum. Særðum austurrískum hermönnum
var hjúkrað jafnt og ítölskum og frönskum.
í sambandi við líknarstarf þetta vaknaði hjá Dunant
hugmyndin um stofnun félags sjálfboðaliða til verndar og
hjúkrunar særðum hermönnum. Hann skrifaði bók, er kom
út árið 1862. Hana nefndi hann: Minning frá Solferino.
(Un souvenir de Solferino). Bók þessi vakti feikna at-
hygli. Varð hún meðal annars til þess, að fjórir landar hans
gengu í lið með honum um stofnun félags, sem hafði það
að markmiði að hjúkra og líkna særðum og sjúkum her-
mönnum í ófriði. I raun og veru var það þessi fimm manna
nefnd, sem stofnaði Alþjóða rauða krossinn.
Árið 1864 kom út önnur bók eftir Dunant um þetta hugð-
arefni hans. Hana nefndi hann: Alþjóðabræðralag og líkn-
arstarf á ófriöartímum. (Fraternité et charité internat-
ionales en temps de guerre).
Dunant gaf allar eignir sínar til líknarstarfa og til þess
að koma Alþjóða rauða krossinum á fót. Hann stóð svo
8 Heilbrigt líf