Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 105
varnir séu oí' veikar hjá þeim, sem sýkjast af því fyrir
alvöru.
Allar frumur líkamans endurnýjast jafnt og þétt, en
mest þær, er mest mæðir á, svo sem umgetnar þekjufrumur
húðar og slímhúðar.
Frumur þessar eru því ævinlega að skipta sér, fæða af
sér nýjar frumur, en reglubundið og aðeins eftir þörfum
líkamans.
En hvað því veldur, að þessi frumuskipting verður allt
í einu stjórnlaus og óhófleg á einhverjum litlum bletti, eins
og á sér stað við krabbameinsmyndunina, veit enginn enn
sem komið er.
KRABBAMEIN í MAGA.
Ég kem þá að aðalviðfangsefni þessa erindis, sem er
krabbamein í maganum.
Maginn er það líffæri, sem oftast sýkist af krabbameini
á körlum, en konur fá það oftar í legið eða brjóstin.
Krabbamein í maga kemur fyrir á öllum aldri, en er
langalgengast á aldrinum 45—75 ára. Hættulegasti aldur-
inn er 6. tugur mannsævinnar.
Slímhúðarbólgur í maganum eru mjög algengar. Þær
finnast allt að því í 90 af hundraði í fullorðnu fólki, ef
slímhúðin er athuguð í smásjá. Það er heldur engin furða,
þegar þess er gætt, hversu mikið mæðir á þessu líffæri
og þá sér í lagi á slímhúð þess (innsta laginu). Maginn
er ekki aðeins sístarfandi mestan hluta sólarhringsins,
heldur verður hann að taka á móti allskyns tormeltri og
oftast illa tugginni fæðu, ertandi kryddi og æsandi drykkj-
um, og það eigi sjaldan í óhófi.
Slímhúðarbólgur í maganum geta hins vegar orsakazt
af mörgum öðrum ástæðum. En í bóiginni magaslímhúð
myndast oft smásár, sprungur, ,,polypar“ (svo kallaðir)’
Heilbrigt líf.
103