Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 121
sömu átt verkar skortur á hressandi andrúmslofti heima
fyrir, vöntun á leikföngum, viðfangsefnum o. s. frv.
Skóla og fræSslu erfiðleikar kunna að stafa af breyt-
ingum á kennsluaðferðum og miklum aga, færslu milli
skóla eða bekkja, langri fjarveru úr skóla vegna veikinda
o. s. frv.
Líkamleg bæklun eða langvarandi lasleiki leiða oft til
minnimáttarkenndar, því að langvarandi læknisaðgerðir,
sem oft eru nauðsynlegar í slíkum tilfellum, eru raunveru-
lega andstæðar þrá og óskum alira barna, sem vilja vera
eins og önnur börn.
Andleg deyfS, ef fyrir hendi er, þarf að skoðast í því
ljósi, hvort greindin sé nóg til að halda í skefjum eðlis-
hvötum einstaklingsins.
Sálarlífstruflanir, vegna hræðslu, sérstakrar reynslu,
missis foreldris og vegna skapgerðarbreytinga af truflun-
um á kirtlastarfsemi, koma og til athugunar.
Eins og áður er sagt, er ekki auðvelt að finna orsökina
til truflana á hegðun barna, þar sem sambland margvís-
legra áhrifa getur verið fyrir hendi.
Það er því venjulega nauðsynlegt, að hvert tilfelli sé
i annsakað af eftirfarandi aðalstarfsliði eða sérfræðingum:
1. Geðsjúkdómalækni, sem hafi að aðalstarfi geðsjúk-
dómalækningar við geðveikraspítala. Hann hefur sérfræði-
þekkingu á starfi heilans, eðlilegu og óeðlilegu, og á lækn-
ingaaðferðum, sem til greina koma. Þessi maður getur
stjórnað stöðinni eða verið yfirlæknir hennar, nema ann-
ar læknir, sem sé starfsmaður barnaverndarmálanna, sé
til þess ráðinn.
2. Uppeldissálfræðingi. Hann er sérfræðingur í rann-
sókn á greind og námshæfileikum barnanna.
3. Félagsmálastarfsmanni með sérstaka menntun.
Það er ekki alltaf nauðsynlegt, að allir þessil aðiljar komi
Heilbrigt líf
119