Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 34
í þorpinu. Hún hafði ærið að starfa. Síðan hefur hjúkr-
.unarsystir frá RKl alltaf dvalið í Sandgerði um vertíðina.
Það sýndi sig brátt, að þessi framtakssemi RKl var mjög
Keppileg og að nægilegt var, að þarna starfaði vel menntuð
hjúkrunarkona. Flest þau sjúkdómstilfelli, sem fyrir komu,
_gat hún ráðið við. Þegar urn alvarleg tilfelli var að ræða,
var auðvitað vitjað læknis. Eftir því sem árin liðu, kom
það betur og betur í ljós, að starf það, sem þarna þurfti
að inna af hendi, var svo umfangsmikið, að mjög var það
.æskilegt, að RKÍ hefði þar sín eigin húsakynni. Árið 1929
var vakið máls á því í framkvæmdanefndinni, að félagið
kæmi þarna upp sjúkraskýli.
Úr framkvæmdum gat þó ekki orðið næstu árin.
Það var ekki fyrr en á árinu 1935, að hafizt var handa
í þessu efni. Þá var þeim Scheving Thorsteinsson, lyfsala,
og Gunnlaugi Halldórssyni, arkitekt, falið af stjórn RKÍ
að annast um allar framkvæmdir við byggingu sjúkra-
.skýlisins. Hófst undirbúningur verksins í nóvembermán-
uði það ár. Byrjað var á byggingu þess í maímánuði næsta
Ár, og í vertíðarbyrjun 1937 var verkið það langt komið,
að hjúkrunarsystirin gat búið í skýlinu og afgreitt þar
sjúklinga. Hins vegar voru það ár aðeins teknir tveir
sjúklingar í það til dvalar.
Sjúkraskýlið var þó ekki fullgert fyrr en á árinu 1939.
Var það eftir atvikum myndarlegt og hið vistlegasta. I
kjallara þess var komið fyrir finnskri baðstofu, sem tekin
var til afnota í febrúarmánuði 1940. Reyndist hún prýði-
lega og hefur verið mikið notuð af aðkomusjómönnum
■og þorpsbúum. Læknar sjúkraskýlisins hafa verið Sigvaldi
Kaldalóns, Georg Georgsson, Helgi Guðmundsson og Karl
Magnússon. Auk þeirra hafa starfandi læknar í Keflavík
'haft aðgang að því og tekið þar á móti sjúklingum. Hjúkr-
unarkona skýlisins hefur alltaf verið hjúkrunarsystir RKl.
.32
Heilbrigt líf