Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 107
það nokkurn veginn eftir því, hvar meinið er í maganum,
hvort það byrjar ofarlega í honum eða niður við neðra
magaopið, þar sem það veldur fljótt tæmingarhindrun.
Þegar um meinsemd ofarlega í maganum er að ræða, eru
einkennin frá maganum sjálfum oft ótrúlega lítil. Er þá
helzt að vænta einkenna eins og smávegis uppþembu (fylli).
Sjúklingnum finnst hann verða fljótt saddur, Það er
óhægð, kökkur eða bögglingur fyrir bringspölunum, óbragð
í munni, leiði, klígja eða nábítur, en sjaldan brjóstsviði,
uppköst eða kingingarörðugleikar. Þeim líður oftast bezt
svöngum.
Sé meinsemdin við neðra magaopið, koma einkennin fyrr
fram og eru gleggri. Meira ber á uppþembu, sviða og
krampa fyrir bringspölunum. Sjúklingurinn finnur oft,
að maturinn situr eins og fastur í maganum, hann fer að
fá ælur upp í munninn og stundum miklar uppsölur. í upp-
sölunni sjást þá oft gamlar matarleifar frá því deginum
áður eða eldri, og stundum eru uppköstin dökkbrún á lit
eða korglituð.
Um fleiri einkenni getur verið að ræða, svo sem truflun
á hægðum. Menn, sem t. d. ávallt hafa haft tregar hægðir,
fara að fá eðlilegar hægðir eða verkjalausan niðurgang eða
þeir taka eftir því, að hægðirnar verða óeðlilega dökkar.
Sjúklingar þessir kvarta hins vegar mjög sjaldan um
verki fyrir bringspölunum, en einstaka fæi' allt í einu smá-
blóðuppkast.
Hið sama á sér stað um magaeinkennin og almennu ein-
kennin. Þau getur vantað, og þau eru engan veginn sér-
kennandi fyrir meinsemd í maganum, heldur svipar þeim
til einkenna ýmissa annarra sjúkdóma í maga, þörmum
eða í öðrum líffærum.
Margir þessara sjúklinga hafa um lengri eða skemmri
tima gengið með einhverja meltingartruflun áður, haft
magakvef, magasár o. þ. u. 1., og í þeim tilfellum er erfið-
Heilbrigt lif
105