Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 108
ara að átta sig á því, að nú hefur nýr sjúkdómur bætzt við.
Þegar aftur á móti sjúklingur, sem er á krabbameinsaldri
og aldrei hefur kennt sér meins í maga áður, fer að fá
ofangreind einkenni, er full ástæða til þess að vera vel á
verði, svo framarlega sem þau batna ekki sjálfkrafa á
stuttum tíma.
GREINING SJLJKDÓMSINS.
Af því, sem nú hefur verið sagt, geta inenn ráðið, hversu
erfitt það er að greina byrjandi krabbamein í maga. Ekki
eingöngu frá öðrum maga- eða meltingarsjúkdómum, held-
ur einnig frá sjúkdómum í öðrum líffærum, ef dæma á
aðeins eftir þeim einkennum, er sjúklingurinn finnur sjálf-
ur (subjectivum einkennum). Það getur meira að segja
verið býsna vandasamt læknum að greina þar á milli, þótt
gripið sé til allra þeirra rannsóknartækja eða tækni, sem
völ er á. Það vill þó svo vel til, að til er mjög einföld rann-
sóknaraðferð, sem hver læknir getur gert og sjaldan bregzt
jafnvel við krabbameini í maga, á byrjunarstigi, og það er
prófun á ósýnilegu blóði í hægðunum. Reynist það neikvætt,
þarf að endurtaka það bráðlega aftur, ef einkennin hald-
ast, en sé það jákvætt í nokkur skipti, er nauðsynlegt að
taka sjúklinginn til nánari rannsóknar.1)
Fer þó oft svo, að rannsóknin leiðir í ljós, að um allt
annan sjúkdóm er að ræða en búizt var við, en sem engu
síður er áríðandi að lækna í tæka tíð (heldur en þótt um
krabbamein væri að ræða).
Af þessu leiðir aftur það, að baráttan gegn krabbamein-
inu leiðir af sjálfu sér til baráttu gegn mörgum öðrum
sjúkdómum.
D Síðari rannsóknir benda til, að þetta próf geti brugðizt h.iá
20—30% sjúklinganna.
106
Heilbrigt líf