Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 138
sig. Slys skyldu tilkynnt hjálparstöðvunum. Lögreglu-
menn áttu að þekkja allar hjálparstöðvar í bænum, en
aðrir starfsmenn loftvarna þá stöð, sem næst var þeirra
hverfi og miðstöðina. Væru þeir slösuðu rólfærír, skyldi
þeim leiðbeint til stöðva, en ef svo væri ekki, yrðu þeir
sóttir. Var það að mestu ætlað skátum að búa um þá til
flutnings og flytja eða sjá um flutninga. Þó skyldi læknir
vera með, ef yfirmanni stöðvar þætti ástæða til. Fyrstu
mánuði ársins 1941 hafði verið lagt kapp á að þjálfa
skátana til þessara verka, höfðu ýtarleg námskeið verið
haldin og sérstök áherzla lögð á verklegar æfingar.
Stöðvarnar skyldu jafnóðum tilkynna miðstöðinni, hvað
þeim bærist af slysum og hverju starfsliðið hefði að sinna,
svo að hægt væri að hlaupa í skarðið, ef einhver yrði of-
hlaðin eða laskaðist.
Nokkrum sinnum voru haldnar almennar loftvarnaæf-
ingar, og sýndist svo, sem þetta fyrirkomulag myndi reyn-
ast allvel, en ekki reynir á kappann, fyrr en á hólminn er
komið. Til alvöru kom aldrei, sem betur fór, og verður því
ekki sagt með vissu, hver raun hefði orðið. Þó var einn
hlekkurinn greinilega veikastur, og hefði mátt styrkjast
mikið, til þess að keðjan hefði haldið. Það var tilskilið,
að loftvarnanefnd sæi stöðvunum fyrir flutningatækjum,
en svo mikill misbrestur var á, að þau mættu, að ekki hefði
orðið gagn að þeim til flutninga. Var oft, að einn eða eng-
inn bíll mætti við hverja stöð, en aldrei mætti umsaminn
fjöldi. Nokkrum sinnum voru gefin hættumerki — einn
daginn þrisvar — vegna þess að þýzkar flugvélar voru
yfir bænum eða nágrenni hans, og gegndi þá sama máli.
Ef stórárás hefði komið, var sýnt, að skammt myndu
hrökkva spítalapláss þau, sem fyrir voru í bænum, svo
þröngt sem þau eru skipuð, þó að ekkert beri út af. Voru
því uppi ráðagerðir um að koma upp hjálparspítölum, ef
svo færi, og var helzt hafður augastaður á barnaskólum
136
Heilbrigt líf