Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 111
BALDUR JOHNSEN,
héraðslæknir:
YANDRÆÐABÖRN OG YANGEFIN
— SKILGREINING. —
Það mál, sem hér er til umræðu, verður að teljast mjög
örlagaríkt fyrir viðgang, þroska og hamingju fjölda ein-
staklinga og f jölskyldna í landinu, en auk þess er það fjár-
hagslegt hagsmunamál fyrir þjóðarheildina.
Það er því bezt og vænlegast til árangurs, að málið sé
rætt frá sem flestum hliðum, og mun hér í þessari grein
verða lagt fram sjónarmið heilbrigðisfræðingsins, en heil-
brigðisfræði nútímans lætur sig þessi mál miklu skipta.
1 raun og sannleika er hér á ferðinni snar þáttur úr höf-
uðviðfangsefni heilbrigðisfræðinnar, sem sé heilbrigðisleg
vernd barna og unglinga, með það höfuðmarkmið fyrir
augum, að gera úr hverju barni, sem fæðist, andlega og
líkamlega heilbrigðan, starfhæfan og hamingjusaman ein-
stakling, eftir því sem efniviðurinn framast leyfir.
Það má að vísu segja, að þar sem um ræðir vangefin
börn eins og fávita, skorti mjög á, að undirstaðan sé traust,
og er það rétt, því að fávitahátt er ekki hægt að lækna.
Hinni andlegu heilbrigði verður því ávallt nokkuð ábóta-
vant, og þeirri líkamlegu þar af leiðandi hætt, og þó er
hægt að gera úr þessum börnum, að vissu marki, starf-
hæfa einstaklinga og hamingjusama — framleiðendur fyrir
þjóðfélagið —- ef rétt er á haldið.
Uppeldismálaþingið nýafstaðna tók þessi mál, sérstak-
lega vandræðabörnin, til rækilegrar yfirvegunar.
Heilbrigt líf
109