Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 124
í fyrstu, þar sem þau voru of einskorðuð við sérstök skyn-
færi, svo sem sjón. Nú þykir nauðsynlegt að styðjast við
sjón, heyrn og þreifiskyn, þegar greindarpróf eru samin.
Þess var ekki heldur alltaf gætt, að ekki er hægt að nota
greindarpróf eins lands í öðru landi, þótt þýdd séu, vegna
ólíkra staðhátta, heldur þarf að semja frá grunni greind-
arpróf fyrir sérhvert land, þaulprófa þau þar, til að finna
„normal“ tölur, og nota þau síðan með mestu varkárni.
Við greindarpróf eru börn látin leysa af hendi ákveðin
verkefni, sem ætluð eru ýmsum aldursflokkum, t. d. ef
10 ára barn getur eigi leyst þyngri þraut en ætluð er 8
ára barni, þá er greindarvísitala þess 80%.
I. Örvitar.
Greindarvísitala örvita er minni en 25%. Það er, að
þeir ná sjaldan meiri andlegum þroska en 2ja til 3ja ára
börn, og þeir eru skilgreindir sem persónur, sem ekki
kunna að forðast venjulegar hættur, sem að kunna að
steðja í daglegu lífi. Það er óþarft að taka fram, að örvitar
geta ekkert lært, hvorki til munns né handar og eru al-
gjörlega háðir umhverfinu.
Hér á landi verður raunverulega ekkert sagt með vissu
um f jölda örvita, því að í skýrslum eru þeir ekki aðgreindir
frá fávitum, og sumir munu flokkaðir með geðveikum.
Þetta á líka við um fávita, því að á fullorðins árum getur
verið mjög erfitt að aðgreina þá ásamt örvitunum frá geð-
veikum, á vissu stigi, en það er engu að síður mjög þýð-
ingarmikið, að aðgreining fáist, því að geðveika er oft
hægt að lækna, en fávita eða örvita aldrei.
Þar sem vafi kann að vera á ferðum, er því miðað við
ákveðið aldursmark sem byrjunarstig veikinnar, 18 ára
aldur, og því aðeins er um fávitahátt að ræða, að veikin
hafi komið fram fyrir 18 ára aldur. Á hinn bóginn ræður
að líkum, að raunverulega er ógerningur, þrátt fyrir
122
Heilbrigt líf