Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 26
oft illa staddir, en leita venjulega árangurslaust um hjálp
til hjúkrunarfélaganna í Reykjavík. Rauði kross íslands
á ekki að starfa fyrir Reykjavík eina. Félagið á að hjálpa
eftir megni hvar sem er á landinu. í verstöðvunum væri
mjög æskilegt að hafa hjúkrunarkonur, t. d. á Siglufirði
og í fiskiverunum suður með sjó. í Keflavíkurhéraði eru
um 4 þúsund manns á vetrarvertíðinni, frá nýári til loka,
en sjúkraskýli ekkert, né hjúkrunarkona. Misjöfn er auð-
vitað aðbúð sjómannanna í sjóbúðunum og kvillasamt.
Mikilsverð hjálp væri læknunum að góðri hjúkrunarkonu.
Mikið starf.væri fyrir eina hjúkrunarkonu í Sandgerði
mánuðina jan,—maí, en á Siglufirði júlí—sept. Sennilega
mundu útgerðarmenn og sveitarfélög vilja ljá aðstoð sína
í þessu máli.
Hjúkmnargögn. Erlendis hafa Rauða kross félög geng-
izt fyrir að korna upp, í sveitum og borgum, safni af hjúkr-
unargögnum, sem lánuð eru á heimili, þar sem sjúkdómur
kemur upp. I slíku safni er m. a.: lök, sjúkradúkur, legu-
hringir, herðagrindur, sjúkrapottar o. fl. Fátt eða ekkert
á fólk til af þessum áhöldum, og getur ekki heldur veitt
sér þau. En til mikilla þæginda eru þau veiku fólki. Vafa-
laust gætu slík söfn hjúkrunargagna verið til mikils gagns
hér á landi, bæði í sveitum og kaupstöðum.
Námskeið. Gott skipulag er komið á þau hjá Rauða
krossinum í Svíþjóð, og gætu þau orðið til fyrirmyndar
hér á landi. Sérstakt námskeið má hafa fyrir konur, er
kynnast vilja réttri meðferð ungbarna, annað námskeið
fyrir almenna hjúkrun, þar sem kennt er að búa um sjúkl-
ing, leggja bakstra, einföld meðferð sára o. fl. Aðrir vilja
sérstaklega kynnast hjálp í viðlögum, hvað gera skal til
hjálpar, þegar slys eða bráða sjúkdóma ber að. Ennfremur
má kenna á sérstöku námskeiði um heimilisþrifnað, ræst-
ing íbúða, hii'ðing fatnaðar, varnir gegn lús, hirðing tanna
og aðra líkamsmenning. Tilgangurinn er ekki sá, að gera
24
Heilbrigt líf