Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 118
I. Unyling ad óm stóllinn.
Þessi dómstóll hefur sama vald og hver annar dómstóll,
en hann dæmir aðeins í málum unglinga innan 18 ára
aldurs, og mega almennir dómstólar ekki dæma þessa
unglinga, enda má ekki dæma þá til refsingar, heldur til
verndar, fræðslu og uppeldis.
Starfssvið dómstólsins er aðallega tvenns konar. 1 fyrsta
lagi að dæma í málum unglinga, sem hafa framið afbrot.
f slíkum tilfellum er oftast um að ræða getuleysi foreldr-
anna til að ala börnin upp, og þarf því oft að útvega nýjan
forráðamann, sem annaðhvort hjálpi foreldrunum eða
komi í foreldrastað.
f öðru iagi dæmir dómstóllinn einnig í málum barna,
sem afbrot hafa verið framin gegn, svo sem misþyrmingar,
hirðuleysi eða ósæmileg framkoma foreldra gagnvart börn-
unum.
Dómstóllinn veitir meðferð þessara mála festu og virðu-
leik, og er þess oft ekki vanþörf, þegar dæma þarf börn
af heimilum eða undan áhrifum foreldra.
II. Eftirlit.
Eftirlitið er fólgið í því, að sérstakur maður er fenginn
til að hafa eftirlit með barninu í heimahúsum, leiðbeina
því um kennslu, uppeldi, vinnu og leiki, o. s. frv. Eftirlits-
maðurinn hefur foreldravald yfir barninu eða unglingnum,
unz dómnum er fullnægt.
Slíkir eftirlitsmenn eru oft ráðnir sem fastir starfs-
menn bæjarfélaga, en stundum geta þeir verið ráðnir eða
skipaðir eftii' hendinni. Stundum er hér um að ræða skyld-
menni eða venzlamenn fjölskyldunnar.
Oft nægir svona eftirlit til að koma unglingnum á réttan
kjöl aftur.
Ef það sýnir sig, að eftirlitið eitt dugi ekki, verður að
taka barnið af heimilinu og flytja það á uppeldisheimili.
116
Heilbrigt Uf