Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 57
ur er syðst. Þar er prestsetrið Skeggjastaðir og höfuðbólið
Bakki, þar sem merkisbóndinn Þórarinn á Bakka bjó, afi
Gunnars skálds Gunnarssonar. Mun hann hafa verið í
huga skáldsins, þegar það var að segja frá „afa á Knör“,
sem þykir afburða vel sýndur á leiksviðinu í „Kirkjan á
f jallinu". Út með Bakkafirði að sunnan er kauptúnið Höfn.
Næsti smáf jörður norðan við Bakkaf jörð er Miðf jörður,
sem við vorum nú staddir í. Svo þarf að fara yfir Saur-
bæjarháls, og tekur þá nyrzti f jörðurinn við, sem er Finna-
f jörður. Norður frá botni hans liggur leiðin yfir Brekkna-
heiði til Þórshafnar, en þangað átti ég nú ekki að fara í
þetta sinn, heldur út með Gunnólfsvíkurfjalli og austur
allt Langanes, sem þá var í mínum augum óendanlega langt.
Mér var sagt, að það væri góð þingmannaleið, sem mun
vera nær 40 kílómetrar.
Nú skildi Eiríkur við mig, og þótti mér það slæmt, en
ég fékk nýjan leiðsögumann og svo hest. Það var raunar
lítið betra að sitja á hesti en ganga. Gangandi fylgdar-
sveinn tafði fyrir, því að á stöku stað hefði verið hægt að
fara greitt, en ég mátti ekki sprengja drenginn né skilja
hann eftir, því að þá rataði ég ekki neitt. Myrkrið var að
koma, vegur ósléttur, hrjóstrugur og fannir með köflum.
Mér óaði við að hanga svona á hesti í 7—8 klukkustundir
og hafa ekkert til afþreyingar. Daufa brimhljóðið var
svo tilbreytingarlaust, og golan kvað alltaf við sama tón,
annað rauf ekki kvöldkyrrðina. Pilturinn var ýmist á und-
an eða eftir, enda átti hann erfitt um mál vegna göngu-
mæði. En tíminn leið, vegurinn styttist, og loks vorum
við komnir heim á hlaðið á Skálum, sem er yzti bær á
Langanesi, klukkan tvö um nóttina. Var nú löngu orðið
aldimmt.
Pilturinn hvarf í bæinn til þess að segja frá því, að
læknirinn væri kominn, en ég klöngraðist af baki og var
nú svo stirður, að ég gat naumast hreyft mig. Var því næst
Heilbrigt lif
55