Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 152
Þá hafði einnig legið hjá EKÍ upphæð nokkur, er Akrahreppur
hafði á sínum tíma sent í sambandi við Mið-Evrópusöfnunina, en
tilskilið að féð færi til Norðurlandanna. Fyrir upphæð þessa var nú
fyrir síðustu jól keyptur íslenzkur nærfatnaður og sendur finnskum
bömum.
Hafa EKÍ borizt margvíslegar þakkir fyrir þetta.
18. Gjafir til RKÍ.
Eins og oft áður hafa EKÍ borizt á árinu nokkrar gjafir frá
vinum og velunnurum. Stærstar þeirra eru kr. 10,000,00 frá Sam-
bandi vefnaðarvöruinnflytjenda og 50,000,00 krónur frá gefanda,
er eigi vill, að svo stöddu, láta nafns síns getið.
19. Starfsemi deilda.
Isafjarðardeild.
„Aðaláhugamál deildarinnar undanfarið hefur verið að fá sjúkra-
bifreið til bæjarins. Hefur stjórn deildarinnar unnið að því ásamt
bæjarfógeta (hann vegna bæjarins). Á miðju sumri 1948 tókst for-
manni deildarinnar loks að herja bifreiðina út, en hún var þá búin
að liggja 2—3 mánuði á afgreiðslu í Keykjavík.
Bifreiðin var þegar tekin í notkun. Það er stór sendiferðabifreið
(Ford), og er í henni gott rúm fyrir sjúkrakörfu og 3—4 farþega.
Lögreglan annast rekstur bifreiðarinnar og hefur hún verið mikið
notuð síðan hún kom, bæði innan bæjar og í lengri og skemmri ferðir
til að sækja og flytja sjúklinga. Hún hefur reynzt sérlega vel og
kemur að því meiri notum, sem vegakerfið út frá bænum lengist
og batnar (Bolungarvík og Álftafjörður, auk Vestfjarðanna)“.
Formaður deildarinnar er Kjartan Jóliannsson, læknir.
Sauðárkróksdeild.
„Aðallega starfaði deildin að fjársöfnun fyrir sig og KKI. I því
skyni gekkst deildin fyrir skemmtun á öskudag eins og venjulega".
„Gufubaðtækin, er deildin hafði pantað og ákveðið að gefa til
harnaskólans hér, komu á árinu. En þar sem gufubaðstofan er ekki
enn tilbúin, hafa tækin ekki verið sett upp eða afhent.
Tala meðlima í árslok var 142.
Skuldlaus eign kr. 11.014,13“.
Formaður er Torfi Bjarnason, héraðslæknir.
Siglufjarðardeild.
„Störf deildarinnar þetta starfsár hafa hvorki verið mikil né
margþætt . . . Námskeið var haldið í hjálp í viðlögum á vegum deild-
150
Heilbrigt lif