Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 146
var m.b. Ægir, eign Þórðar Guðmundssonar frá Gerðum. Gaf hann
andvirði alls afla úr einum róðri, og var hann að verðmæti kr.
1677.00.
4. Sjúkraflutningar.
Sjúkrabílar RKÍ eru nú mjög úr sér gengnir, svo að ekki er talið
fært að nota þá lengur til sjúkraflutninga utanbæjar, allra sízt að
vetrarlagi, og raunar á takmörkum, að hægt sé að treysta á þá til
flutninga um bæinn. Hefur hvað eftir annað verið reynt að fá
innflutningsleyfi fyrir nýjum bílum, en ekki tekizt til þessa, og er
gjaldeyrisvandræðum við borið.
Alls voru farnar rúmlega tvö þúsund ferðir um bæinn á árinu
1948 og 70 utanbæjar. Mest var að gera í desember, og voru þá
farnar 200 ferðir, en fæstar voru ferðirnar í júní og ágúst, eða um
140 hvorn mánuðinn.
Vegna slysa hafa verið farnar 57 ferðir.
Slökkviliðið hefur annazt þessa starfsemi eins og áður.
5. Námskeið.
Eftir að hjúkrunarkona RKÍ, frk. Margrét Jóhannesdóttir, kom
heim aftur úr utanför sinni, hafði hún námskeið í hjálp í viðlögum,
heimilisheilsuvernd, hjúkrun í heimahúsum og meðferð ungbarna
á tveimur stöðum, það fyrra í húsmæðraskólanum að Löngumýri,
en hið síðara í Reykjavík. Það var fyrir ljósmæðranema Landsspít-
alans o. fl., og stóð yfir í nóvember og nokkuð fram í desember.
Nemendur á fyrra námskeiðinu voru 40, en 13 á hinu síðara. Hvort
námskeiðanna stóð yfir í mánaðartíma.
Auk þessa hefur hjúkrunarkonan unnið að heimilishjúkrun fyrir
hjúkrunarfélagið Líkn, þegar á hefur þurft að halda og ástæður
hafa leyft.
6. Aðstoð við Islendinga á meginlandinu.
Þeirri starfsemi hefur enn verið haldið áfram fyrir milligöngu
danska Rauða krossins, sem annazt hefur innkaup á matarpökkum
í Danmörku og séð um flutning á þeim til Mið-Evrópu með sínum
eigin bílum. Hafa slíkir pakkar verið sendir öllum fslendingum, sem
kunnugt hefur verið um, að dveldust í Þýzkalandi eða annars staðar
í Mið-Evrópu. Auk þess hafa erlendu venzlafólki íslendinga á meg-
inlandinu verið sendir pakkar. Sendingar þessar hafa verið nokk-
urn veginn reglulegar annan hvern mánuð.
7. Gjafabögglar.
Eins og undanfarin ár, eða síðan styrjöldinni lauk, hefur RKÍ
annazt sendingu gjafaböggla til Evrópu. Hafa þeir upp á síðkastið
144
Heilbrigt líf