Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 149
veittu einnig aðstoð sína, og allar gerðu ungfrúrnar þetta án endur-
gjalds eða annarrar umbunar.
A sjöunda hundrað börn aðstoðuðu við merkjasöluna, og sýndu
flest þeirra frábæran dugnað og áhuga. Hér á eftir fara nöfn tíu
þeirra barna, er bezt gengu fram:
Bergur Adolfsson, Túngötu 35. Hann var sölukóngur og seldi
fyrir tæpar 300 krónur. Bernharð Guðmundsson, Skúlagötu 54.
Margrét Guðmundsdóttir, sama stað. Ingi G. Lárusson, Grenimel 31.
Sigríður Lúthersdóttir, Hverfisgötu 59. Finnbogi Finnbogason,
Garðastræti 9. Lilja Haraldsdóttir, Hverfisgötu 16. Þráinn Magnús-
son, Hverfisgötu 83. Júlíana Helgadóttir, Skarphéðinsgötu 18. Jó-
hannes Guðmundsson, Víðimel 49.
Veður og færi var mjög slæmt á öskudaginn, og dró það vitan-
lega allverulega úr árangri. Þrátt fyrir það varð salan í höfuð-
staðnum talsvert betri en árið áður, og nam andvirði seldra merkja
hér að þessu sinni kr. 32570,00, þó að meðtöldum gjöfumí en sú
stærsta þeirra var eitt þúsund krónur, sem öldungurinn Einar
Sveinsson, trésmiður, afhenti skrifstofunni.
Uti á landi mun salan hins vegar hafa orðið nokkru minni en í
fyrra. Eru að sönnu ekki komin skil frá öllum sölumönnum, en
gera má ráð fyrir, að andvirði seldra merkja þar fari ekki fram úr
26 þúsund krónum, svo að heildarupphæðin verður þá 58 þúsund
á móti 66 þúsundum árið 1947.
11. Hjúkrunargögn.
Bæði í Reykjavík og eins hjá deildunum úti á landi hafa verið
Iánuð út rúm og dýnur til sjúklinga í heimahúsum á sama hátt cg
áður, og vitanlega án endurgjalds. Virðist þessi starfsemi hin nauð-
synlegasta, enda mjög vinsæl meðal almennings.
12. Lagabreytingar.
Þess var getið í síðustu ársskýrslu, að verið væri að vinna að
breytingum á lögum RKÍ. Lágu breytingar þessar fyrir síðasta aðal-
fundi, en fengu ekki afgreiðslu þá og verða því lagðar fyrir aðal-
fund nú, og þá væntanlega til fullnaðarafgreiðslu.
13. Barnaheimilið að Laugarási.
Heimili þetta hefur verið æði lengi í smíðum, eða full þrjú ár.
Eru meginástæður til þess aðallega þrjár, fjárhagsörðugleikar RKÍ,
vandkvæði á útvegun efnis og svo auðvitað innflutningshömlurnar.
En saga byggingarinnar er í stuttu máli þessi:
Við Hafravatn hafði setuliðið á sínum tíma reist tíu flekahús.
Þau keypti Rauði krossinn og flutti að Laugarási, en hvert þeirra
um sig kostaði á staðnum tíu þúsund krónur. Land undir húsin var
Heilbrigt líf
147