Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 20
Ríkisstjórnin hefur tekið mjög vel í málið, og færuni
við henni beztu þakkir fyrir. Hún hefur ákveðið að ganga
að „Genéve-samningnum“, og heitið því að viðurkenna
félag það, sem hér kann að verða stofnað, sem hið eina
löglega Rauða kross félag á Islandi, með einkarétti til að
nota merki Rauða krossins hér á landi. Hins vegar hefur
Rauða kross nefndin í Genéve lofað að viðurkenna félagið,
tilkynna það öllum öðrum Rauða kross félögum í heim-
inum, koma öðru sambandi á, og aðstoða og leiðbeina á
allan hátt. Sömu aðstoð hefur nefnd „The League" í París
heitið.
Þessi hefur þá verið aðdragandinn og undirbúningurinn
í þessu máli.
Það má búast við, að þegar slík nýjung sem stofnun
Rauða kross íslands er á ferðinni, geti vaknað sú spurn-
ing, hvort þetta sé tímabært.
Við höfum sett sjálfum okkur þessa spurningu, og svar-
ið er: „Já“.
Nú erum vér sjálfstætt ríki, því er oss nú mögulegt að
hafa hér sjálfstæða deild af Rauða krossinum.
Viðfangsefnum Rauða krossins var upprunalega beint
að ófriði. Vér höfum engan her og búumst ekki við ófriði.
Því hefði ef til vill verið tímabært fyrir mörgum árum að
stofna hér Rauða kross félag. Nú eru störfin á friðartím-
um jafnofarlega, eða ofar, á stefnuskrá Rauða krossins
en hitt. Þess vegna er tími kominn fyrir oss að taka þátt
í starfinu.
Hér er um alþjóðastarfsemi að ræða. Það getur orðið
rýrð á sæmd vorri meðal þjóðanna að sitja þar hjá einir
allra Norðurálfuríkjanna. Og það getur orðið oss að tjóni
að gera það, óbeinlínis, og máske líka beinlínis. Vér erum
þess megnugir efnalega að taka þátt í starfseminni.
18
Heilbrigt líf