Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 23
friðarstarfsemin sé orðin aðalatriðið. Það fyrsta, sem Rauði
krossinn þurfti á að halda, voru hjúkrunarkonur, og þær
þurfti að undirbúa, og þeim þurfti að kenna. Regluleg
hjúkrunarkvennastétt er ekki gömul og sums staðar voru
Rauða kross systur fyrstu fullmenntuðu hjúkrunarkonurn-
ar. Rauði krossinn hefur víða sett á stofn spítala til þess
að hjálpa sjúklingum og um leið til þess að kenna hjúkr-
unarnemum. Þar sem ekki eru Rauða kross spítalar, hafa
félögin styrkt stúlkur til náms á öðrum spítölum, aðeins
áskilið sér það, að þær væru til taks, ef á þyrfti að halda,
t. d. í stríði.
Víða hefur Rauði krossinn haldið uppi námskeiðum fyrir
ungt fólk, þar sem kennd eru undirstöðuatriðin í meðferð
á slösuðum mönnum, atriði, sem hver maður ætti að vita
og kenna ætti í hverjum skóla, að minnsta kosti í hverjum
unglingaskóla, en er bara ekki gert.
Námskeið eru líka haldin fyrir ungar stúlkur, og þar
kennd einfaldasta hjúkrun, sem hverri húðmóður er nauð-
synlegt að kunna. Stúlkur, sem gengið hafa á svona nám-
skeið, hafa oft komið að mjög miklu liði, þegar farsóttir
hefur borið að höndum, en engum hefur komið til hugar
að skoða þær sem hjúkrunarkonur eða ætla það, að þær
gætu jafnazt á við fullnuma hjúkrunarkonur.
Til undirbúnings undir ófrið hefur Rauði krossinn birgt
sig upp af hjúkrunargögnum: umbúðum, rúmfatnaði, legu-
hringjum, hitamælum o. m. fl., sem of langt yrði upp að
telja. Þetta hefur svo verið notað á friðartímum til útlána
fyrir fólk, sem á því þarf að halda, en ekki hefur efni á
að kaupa hlutina sjálft.
Sjúkraflutning hefur Rauði krossinn bætt mjög, ekki
eingöngu i ófriði, heldur og á friðartímum, og sums staðar
í stórborgum og eins uppi um sveitir eru Rauða kross stöðv-
ar, þar sem hægt er að fá greiðan og ódýran, ef ekki ókeyp-
is, sjúkraflutning með góðum farartækjum. I Sviþjóð norð-
Hcilbrigt líf
21