Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 69
í dag hafa þeir sín eigin lög og geta því í rauninni ekki
talizt ríkisborgarar í sínu eigin föðurlandi. Þeir lifa nú
mest af fiski og dýraveiðum. Meðal þeirra voru 4 tennur
af hundraði skemmdar, en hjá þeim Indíánum í Flórida,
sem tekið höfðu upp lifnaðarháttu og siðu hvítra manna,
voru 40 tennur af hundraði skemmdar.
Suður í Andesfjöllum höfðu íbúar þeir, er athugaðir
voru, ágætis tennur. Aðalfæða þeirra var mais, kjöt af
alpaca- og lamadýrum, kjúklingar og naggrísir. Auk þess
voru tvær aðfluttar fæðutegundir, sem ekki mátti vanta, þó
að erfitt væri um aðdrætti. Annað var þurrkuð hrogn, og
áttu þau að auka frjósemina, en hitt var þurrkað þang
eða þangaska. Var íbúunum ljóst, að þangið var þeim nauð-
synlegt og sjúkdómur í skjaldkirtli var afleiðingin af lang-
vinnum þangskorti. Sjúkdómur þessi orsakast af joðskorti
í fæðunni, en úr honum var bætt með þangátinu. Tennur
íbúanna af sama kynþætti, sem setzt höfðu að í þorpum,
unnu að námugrefti og átu venjulegan borgaralegan mat
af lélegra tagi, voru afleitar eða verri en það.
í afdölum Sviss fann Price, að 4,6 af hverjum hundrað
tönnum voru skemmdar, en þegar kom til menningarset-
urs eins og St. Moritz, reyndust 29,8% skemmt af tönnum
íbúanna.
í Suðureyjum út af vesturströnd Skotlands skipti mjög
í tvö horn. I afskekktum eyjum var lítið um tannátu eða
1,2%, en í eyjum, sem höfðu greiðar samgöngur við um-
heiminn, voru um 30% af tönnum íbúanna skemmdar.
I Afríku rannsakaði Price tennur 27 þjóðflokka. Hjá
5 þeirra fann hann enga skemmda tönn. Hjá 13 þeirra
fundust 26 sýktar tennur af 9564, er athugaðar voru, eða
rúmlega tvær af þúsundi hverju. Hjá 8 kynflokkum, sem
að nokkru leyti voru orðnir „civiliseraðir", fundust 1122
tennur með tannátu af 16514 tönnum, er athugaðar voru.
6,8 af hundraði voru því skemmdar.
Heilbrigt líf
67