Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 109
Til þess að árangur verði af slíkri baráttu, verður al-
menningur að vera betur á vei-ði en hingað til. Reynslan
sýnir þá sorglegu staðreynd, að um 70 af hundraði þeirra,
sem haldnir eru mafiíakrabba, koma allt of seint til lækn-
inga, og því fer sem fer, að dauðsföll af völdum þessa
sjúkdóms eru ískyggilega mörg.
LÆKNING KRABBAMEINS I MAGA.
Vegna legu magans verður geislalækningu ekki við kom-
ið enn sem komið er. Skurðlækning er því eina lækningin,
sem um er að ræða.
Fram á síðustu ár var skurðlækningin einnig þeim tak-
mörkunum háð, að ekki var unnt að skera í burtu mein
efst í maganum eða í vélindanu.
En nú er þetta vel framkvæmanlegt á sjúkrahúsum, þar
sem völ er á sérfróðum svæfingarlæknum og sérstökum
svæf ingartækj um.
Hvorugt er enn til hér á landi, en von er um, að úr því
rætist innan skamms.
Oft er ekki hægt að segja fyrir um það, hvort mein er
skurðtækt eða ekki, fyrr en við sjálfa aðgerðina.
Stór mein, sem staðið hafa lengi, geta vel verið skurð-
tæk, en önnur minni og illkynjaðri verið búin að sá sér
svo út, að lækningu verður ekki við komið.
Áhættan við skurðaðgerð á krabbameini í maga er nú
á dögum ekki meiri en við ýmsar aðrar stærri aðgerðir og
fer stöðugt minnkandi. Enda þótt sjúklingar þessir séu
oft veiklaðir vegna næringarskorts og blóðskorts, er unnt
að bæta ástand þeirra með blóðgjöfum og öðrum ráðum,
svo að þeir þola oftast aðgerðina vel.
Árangur skurðlækningar fer mest eftir því, hversu
snemma sjúklingurinn kemur til lækninga, og svo hinu,
hversu illkynja meinsemdin er og hvar hún er í maganum.
Heilbrigt líf
107