Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 113
börnin, að litlu er þar við að bæta, enda er það mál fyrst
og fremst uppeidismál og sálfræðilegs eðlis.
Til þess að gera myndina skýrari, mun ég fyrst gefa
hér stutt yfirlit yfir þau börn, sem andlegar eða líkamlegar
veilur hafa gert erfiðara fyrir um þroska og undirbúning
undir lífsstarfið.
Þess skal getið, að orðin ,,andlegur“ og „líkamlegur" eru
hér höfð í sinni venjulegu merkingu, þegar þau eru notuð
sem andstæður:
Þessi börn eru:
1. Blind börn.
2. Hálfblind eöa lesblind börn.
Alblinda mun fátíð hér á landi meðal barna, og er það,
meðal annars, að þakka verndarstarfsemi Ijósmæðra, þ. e.
ídreyping sýkladeyðandi efna í augu nýfæddra barna strax
eftir fæðingu.
Lesblinda mun aftur á móti tiltölulega algeng, og heyra
þar undir margvíslegar ljósbrotsskekkjur. Tileygðum eða
rangeygðum börnum hættir til að tapa sjón fljótlega, ef
æfingameðferð er eigi notuð í tíma til að rétta skekkjuna.
3. Heyrnarlaus börn skiptast í 3 flokka:
a. daufdumb (fædd heyrnarlaus)
b. hálfdaufdumb (missa heyrn snemma í æsku)
c. talandi heyrnarlaus (missa heyrn, eftir að þau
hafa alveg lært að tala).
f fyrsta flokknum er heyrnarleysið meðfætt, og geta
slík börn því alls ekki hugsað í orðum.
í öðrum og þriðja flokknum eru taugátruflanir venju-
lega orsök heyrnarleysisins.
4. Heyrnarsljó börn.
í þessum hóp eru allmörg börn, og eru sjúkdómar í mið-
éyra venjulega orsök heyrnarleysisins.
Miðeyrabólga er sjúkdómur, sem oft gengur mjög eifið-
Heilbrig't líf
111