Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 128
Hingað til hefur þó þessi ábyrgð að nafninu til verið
til, en hún hefur verið óbein og laus í reipunum, en nú
þarf að festa hana betur, enda verði völ einhverra úrræða.
Næsta skrefið væri skrásetning fávita. Nauðsynlegt er
að ná til þeirra sem fyrst eftir tveggja ára aldur, til þess
að geta fylgzt með þeim úr því, en að sjálfsögðu munu þó
ekki allir koma til skila, þrátt fyrir eítirgrennslanir, fyrr
en við skólaskyldualdur.
Héraðslæknar eiga eins og nú að hafa á hendi skrá-
setningu, og þurfa starfandi læknar að senda þeim skýrslur
um fávita þá, sem þeir verða varir við, svo og prestar.
Skólastjórar skulu tafarlaust senda héraðslækni tilkynn-
ingar um það, sem þeir verða áskynja í þessum efnum,
þeir gefa og fræðsluráðum eða skólanefndum skýrslu um
öll börn, sem ekki geta notið venjulegrar skólavistar. Loks
þurfa svo héraðslæknar að senda barnaverndarnefndum
skýrslur um fávitana jafnóðum og þeir koma á skrá, auk
árlegs yfirlits.
Barnaverndarnefndir skulu vera hinir ábyrgu aðiljar í
þessum málum fyrir hönd bæja- og sveitastjórna. Fjórða
skrefið er svo loks að skapa aðstöðu til nánara eftirlits,
uppeldis og vinnukennslu.
Sagt er um heilbrigð börn, að fjórðungi bregði til fóst-
urs, og mun það ekki of í lagt um áhrif uppeldisins almennt.
Hvað mætti þá ekki segja um fávitana, sem hvorki hafa
náttúrugreind né skaphöfn til að byggja á? Þeim er raun-
verulega uppeldið allt, og þetta uppeldi er, eins og áður
er sagt, ekki á færi nokkurs heimilis að láta í té, án að-
stoðar opinberra aðilja.
Til greina koma fjórar leiðir til uppeldis og vinnu-
kennslu fávita:
a. Dagheimili fyrir tveggja til fimm ára börn og jafnvel
eldri.
b. Vinnukennsla í heimahúsum.
126
Heilbriyt líf