Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 136
sjíikrahús, lækna, hjúkrunarkonur og skáta. Tóku allir
þessir aðiljar þeirri málaleitun vel og hétu þeirri aðstoð,
er þeir mættu veita.
Svo var til ætlazt, að sjúkrahúsin yrðu aðalaðgerða-
stöðvar. Var nokkrum læknum ætlað að fara þangað til
aukningar læknaliði því, sem fyrir væri. Nokkrir læknar
voru til taks til þess að fara út í bæinn og veita fyrsta
umbúnað særðu fólki, en svo var til ætlazt í fyrstu, að
hinir yrðu tilkippilegir á lækningastofum sínum. Hópar
skáta voru tilbúnir til þess að flytja slasaða og aðstoða á
annan hátt, sem þurfa þætti. En allt var þetta af van-
efnum gert, því að ekkert fé var ætiað til þessarar starf-
semi.
Þótti sumum þessi viðbúnaður óþarfa brambrölt og hálf-
gerður leikaraskapur. Er það iðulega ítrekað í bréfum frá
æðri stöðum, að kostnaði beri að stilla mjög í hóf. Kvað
við þann tón alla tíð, en þó breyttust nokkuð skoðanir
manna á því, hvað væri hóf. Til marks um vi'öhorfið fyrstu
mánuðina má geta þess, að það þótti nærri ofrausn, er land-
læknir, að fengnu leyfi Dómsmálaráðuneytisins, afhenti
RKÍ fimmtíu trébedda til ráðstöfunar. Það var tveim
mánuðum eftir hernámið. Smám saman bættist við sín
ögnin af hverju, og stöðugt var hugsað um, hvernig hægt
væri að bæta þessa þjónustu, svo að mæta mætti alvar-
legum skakkaföllum. Mæddi þetta starf allt á formanni
RKÍ, og varð það brátt meira en svo, að unnið yrði í
hjáverkum. Réð RKl því sérstakan mann til aðstoðar
formanni í febrúarbyrjun 1941.
Á öndverðu sumri 1941 var fyrirkomulag að mestu kom-
ið í þær skorður, sem það hélzt í til ófriðarloka. Þykir rétt
að lýsa því nokkuð. Hjálparstöðvar voru víðsvegar um
bæinn, fimmtán að tölu. Voru sex þeirra meiri háttar,
þ. e. a. s.: Landsspítalinn, Landakotsspítali, Sjúkrahús
Hvitabandsins, Miðstöð RKÍ í Tjarnargötu 10, Elli-
134
Heilbrigt líf