Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 68
tennur geta verið góðar án tannbursta. Til samanburðar
rannsakaði Price tennur Eskimóa í nánd við Bethel í
Alaska, en þar hafði stjórnin haft fastar stöðvar árum
saman. Eskimóarnir þar höfðu því haft nokkur viðskipti
við hvíta menn og að nokkru tekið upp lifnaðarháttu
þeirra. Hjá Eskimóum þessum voru 13 tennur af hundraði
skemmdar og tannáta því nálega 140 sinnum tíðari en
meðal afskekktu Eskimóanna.
Hjá Indíánum, sem bjuggu út af fyrir sig langt norður
í Klettafjöllum Canada, voru tennur óvenju góðar eða að-
eins 1,6 af hverju þúsundi holar eða skemmdar, en meðal
þeirra lndíána þar norður frá, er höfðu veruleg mök og
viðskipti við hvíta menn, voru 21,5 af hverjum 100 tönn-
um skemmdar. Enn verri voru þó tennur þeirra Indíána,
sem flutzt höfðu út að ströndinni og lifðu þar á hvítra
manna fæðu af lélegra tagi. Þar voru 40% tannanna
skemmdar.
Hjá íbúum afskekktra eyja í Suður-Kyrrahafi fundust
aðeins 3,8 skemmdar tennur af þúsundi hverju, en meðal
þeirra eyjarskeggja, sem höfðu greið verzlunarsambönd
við umheiminn, voru 29 tennur af hundraði hverju holar
og skemmdar.
Hjá Indíánum í Florida hefur tannáta verið svo að segja
óþekkt fyrr meir, ef marka má hauskúpurannsóknir, sem
gerðar hafa verið í allstórum stíl. Price athugaði tennur
Indíána, sem ennþá lifa af veiðum í Cyprusflóunum í
Flórida og hafa sára lítið saman við hvíta menn að sælda.
Indíánar þessir eru leifar af Seminóla-kynþættinum, sem
áður byggði Flóridaskagann. Saga þeirra er hálfgerð
raunasaga. Þeir vörðust hraustlega, þegar Spánverjar
herjuðu á land þeirra, og eftir ósigurinn leituðu þeir, er
uppi stóðu, athvarfs í Cyprusflóunum. Þar var gott um
fylgsni og erfitt til sóknar fyrir óvinaher. Indíánar þessir
hafa aldrei gengið sigurvegurunum á hönd. Enn þann dag
66
Heilbrigt líf