Heilbrigt líf - 01.12.1949, Blaðsíða 88
aræðinu að þakka. Það er líka langsennilegasta skýringin,
þó að fleira geti komið til greina, t. d. fluorsölt í neyzlu-
vatni, en sú hlið málsins mun ekki hafa verið rannsökuð.
Þegar eru fyrir hendi svo mörg og óvefengjanleg gögn
um varnarmátt fluors gegn tannátu, að það er sjálfsögð
skylda heilbrigðisyfirvaldanna að hafa vakandi auga á öll-
um nýjungum í því máli og hefjast auk þess handa um
rannsókn á fluormagni í vatnsbólum bæja og þorpa. Þá
þætti mér einnig vel til fallið, að hafinn væri undirbúningur
um að blanda hóflegum skammti af fluorsöltum í neyzlu-
vatn einhvers smábæjar hér á landi, svo að vér öfluðum
oss sjálfir nokkurrar reynslu í þessum efnum sem allra
fyrst. Ekki myndu líða ýkjamörg ár, unz dæma mætti um
árangur af þeirri ráðstöfun.
Á hitaveitusvæðinu í Reykjavík hafa menn greiðan að-
gang að fluorsöltum, sem um munar. Prófessor Niels
Dungal skýrir frá því fyrir nokkru, að fundizt hafi 0,8
mgr. af fluor í hverjum lítra af hitaveituvatni. í Gvendar-
brunnum var fluormagnið hins vegar óverulegt, eða ein-
ungis 0,15—0,20 mgr. í lítra hverjum. Hitaveituvatn mun
vera nokkuð notað í grauta, súpur og kaffi, en mörgum
finnst óþægilegur keimur af tei, ef það er búið til úr hita-
veituvatni. Og allir kjósa vatnið úr Gvendarbrunnum sem
svaladrykk. Ég geri því ráð fyrir, að jafnvel á þeim heim-
ilum, sem hitaveituvatnið er mest notað í mat, verði út-
koman sú, að jafnmikils eða meira sé neytt af Gvendar-
brunnavatni. Verður þá fluormagnið í neyzluvatninu sam-
anlagt tæplega 0,5 mgr. í lítra, og minnkar þá varnarmátt-
ur þess gegn tannátu verulega. En það verður líka að
hugsa um fleira en þá fáu útvöldu, sem búa á hitaveitu-
svæðinu.
Að lokum vil ég taka þetta fram: Það er sannfæring
mín, að með breyttu og bættu mataræði megi draga veru-
lega úr tannátu hér á landi. Reynist auk þess fluorgjafir
86
Heilbrigt líf