Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Side 7
Formáli
Hin síðari ár hefur vantað mjög tilfinnanlega árbók þar sem
íþróttamenn gœtu á einum stað fengið ítarlegt yfirlit um árangur
hvers árs, auk annars fróðleiks, er máli skipti. Að vísu var gerð til-
raun með slíka árbók, um áramótin 1939—40, þar sem var Arbók
knattspyrnumanna, en hún kom aðeins út einu sinni, og var í litlu
broti. Sumarið 19Í3 k,om Arbók frjálsíþróttamanna út — í stærra
broti — og fjallaði, eins og nafnið bendir til, aðeins um frjálsar
íþróttir. Hélt hún áfram í fyrra og hefði án efa haldið áfram í sum-
ar, með sama sniði, ef ekki hefðu komið fram óskir um að hafa
fleiri íþróttagreinur í bókinni. Varð að samkomulagi, að Bókasjóður
Í.S.Í. gæfi hana út eftirleiðis og mér jafnframt falið að annast rit-
stjórn liennar. Þar sem komið var fram á sumar og fyrirvari stuttur,
þótti ekki gerlegt að liafa fleiri en þrjár stærstu greinarnar í bók-
inni að þessu sinni, en það eru frjálsar íþróttir, knattspyrna og sund.
En framvegis er œtlunin að fjölga greinunum, þannig, að bókin nái
að lok/um til allra greina, sem hér eru iðkaðar. Er meiningin að geta
jafnframt um upphaf og sögu hverrar nýrrar greinar, sem birt er um,
líkt og gert var um frjálsar íþróttir og nú um knattspyrnu og sund.
Því ber ekki að neita, að það hefur reynzt œrið umfangsmikið verk
og tafsamt að semja þessa bók. Stafar það aðallega af því, hve Í.S.Í.
og einstök ráð eru fátœk af skýrslum um íþróttastarfsemina, sérstak-
lega frá jyrri árum. Hefur því orðið að afla gagna annarsstaðar frá, úr
blöðum, tímaritum, skýrslum einstaklinga, útvarpsfréttum o. s. frv.
Þar sem hér var um allstóra og vandsetta bók, að rœða, gekk illa
að fá hana setta í prentsmiðjunum, sem ávallt eru yfirhlaðnar störf-
um. Um síðir lókst þó að koma henni að og er hún nú loks komin út.
Ég vil að lokum nota tækifœrið og þakka þeim mönnum, sem hafa
hjálpað mér með efni í bókina og aðstoðað mig á annan hátt. Enn-
fremur vil ég þakka þeim fjölmörgu, sem hafa auglýst í bókinni og
þarmeð gert það mögulegt að gefa hana út.
Með íþrótlakveðju,
JÓHANN BERNHARD.