Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Page 9
FRJÁLSARIÞRÓTTIR
íþróttamótin í Reykjavík 1944.
Árið 1944 fóru fram 7 opinber frjálsíþróttamót hér í Reykja-
vík, en auk þess eitt innanhússmót, 2 víðavangshlaup, 2 götuboð-
hlaup, hlauplceppnir í hálfleik og innanfélagsmót. Þátttaka var mjög
góð og árangur betri en nokkru sinni áður. Má segja að með þessu
sumri hefjist nýtt tímabil í sögu frjálsíþrótta á Islandi, því þá
eignuðumst við a. m. k. 2 afreksmenn á heimsmælikvarða.
Alls voru sett 15 íslandsmet, 14 hjá körlum (þar af 2 í boð-
hlaupum) og 1 hjá konum, en samtals 10 drengjamet (þar af 1
í boðhlaupi). Hér fer á eftir skýrsla yfir helztu úrslit mótanna.
IÞRÓTTAHÁTÍÐ K. R. í AMERÍSKU iÞRÓTTAHÖLLINNI.
I sambandi við 45 ára afmæli K. R. hélt félagið íþróttahátíð þann
26. marz s.l. í amerísku íþróttaliöllinni við Hálogaland. Meðal
annars var þar keppt í hástökki með og án atrennu — og urðu
úrslit þessi:
Hástökk me8 atrennu: 1. Skúli Guðmundsson (K. R.)
l, 84 m.; 2. Svavar Pálsson (K.R.) 1,65 m.; 3. Brynjólfur Jónsson
(K.R.) 1,65.
Hástökjc án atrennu: 1. Skúli Guðmundsson (K. R.) 1,40
m. ; 2. Brynjólfur Jónsson (K.R.) 1,40; 3. Sveinn Ingvarsson (K.R.)
1,35; 4. Þorsteinn Valdemarsson (K.R.) 1,35 m. (Sveinn stöklc
1,40 m. í umstökki).
29. VÍÐAVANGSHLAUP I.R. fór fram á sumardaginn fyrsta 20.
apríl. Að þessu sinni vann Ármann „Egilsflöskuna“ til eignar
fyrir þriðja sigur sinn í röð í Víðavangshlaupinu. Þessir urðu
fyrstir: 1. Sigurgeir Ársælsson (Á.) 15:42,4; 2. Hörður Hafliða-