Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Side 65
61
1000 m. boöhlaup: 4y(400 m. boðhlaup:
íþróttafél. Rvíkur ..... 2:08,3 Knattspyrnufél. Rvíkur 3:38,8
Knattspyrnufél. Rvíkur 2:09,7 fþróttafél. Reykjavíkur .. 3:42,4
KR.-drengir ............ 2:11,7 Glíniufélagið Ármann .. 3:43,8
Knattspyrnufél. Rvk. II. 2:12,5 10.000 m. hlaup:
Glímufélagið Ármann .. 2:13,0 Indriði Jónsson, ICR. .. 36:46,8
Ármann-drengir ......... 2:14,5 Steinar Þorfinnsson, Á. 39:33,6
Auk þessa voru sett ný ísl. met í 4X800 og 4X,1500 m. boðhlaup
um með tímunum 8:45,0 mín. og 18:05,4 mín. Bæði þessi met setti
boðhlaupssveit K.R., en í henni voru: Páll Halldórsson, Indriði
Jónsson, Har. Björnsson og Brynjólfur Ingólfsson. Þá setti Gunnar
Huseby ný met í kúluvarpi og kringlukasti beggja handa saman-
lagt með 26,78 m. og 73,34 m. Að lokum setti Skúli Guðmunds-
son nýtt met í hástökki án atrennu 1,51 m. Auk þess hljóp hann
200 m. grindahlaup á 29,1 sek., en það er ný keppnigrein hér á
landi. Hefur þó ekki enn verið sótt um staðfestingu á því.
I þeim öðruin greinutti, sem ekki er getið hér að framan, en
keppt var í, náðist eftirfarandi árangur beztur: 60 m. Finnbjörn
Þorvaldsson, I.R. 7,2. Langstökk án atrennu: Skúli Guðmundsson,
K.R. 2,97. Þrísiökk án atrennu: Jón Hjartar, K.R. 8,58. 1500 m.
boðhlaup: K.R.-sveit, 3:42,0 (Hjáhnar, Sveinn, Jóhann og Brynj.).
Hafi tveir menn náð sama árangri, er sá talinn á undan, sem
fyrr vann afrekið, nema hinn hafi náð því tvisvar. Þannig hafa
t. d. 3 menn hlaupið 100 metra á 11,8 sek. Sá 3. og 7. á afrekslist-
anum er Brynjólfur Ingólfsson, K.R. — 7. maður í 400 m. er með
sama tíma og sá 6. eða 55,0 sek. Er það Gunnar Stefánsson, K.V.
I hástökki er Björn Magnússon, U.I.A., sá 7. með 1,70.
Þá má geta þess að lokum, að tveir Islendingar, sem kepptu
erlendis s.l. ár, mundu eflaust komast í þessa afrekaskrá. En því
miður hefur, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, ekki tekizt að hafa
upp á afrekum þeirra. Þessir menn eru: Bragi Magnússon, íþrotta-
kennari, sem dvalið hefur í Bandaríkjunum síðan haustið 1943.
Keppti hann s.I. sumar á skólamótum í grindahlaupi, 440 yards