Árbók íþróttamanna - 01.12.1945, Side 68
64
Erlendar fréttir 1944.
Þótt milljónir séu nú á vígvöllunum, langt fjarri ættlöruKim
sínum, fóru þó allvíða fram reglulegar íþróttakeppnir s. 1. sumar.
í Englandi hefir þó lítið verið keppt, nema milli herdeilda og
enska Meistaramótið hefir fallið niður síðan í stríðsbyrjun.
Annarsstaðar heldur allt áfram, aðeins er miklu minna úrval
afreksmanna, sem keppir, en fyrir stríð.
Verður hér á eftir minnzt á nokkra helztu frjálsiþróttamennina,
sagt frá ferli þeirra og auk þess drepið á ýmislegt annað, sem
máli skiptir.
Ef við lítum á spretthlaupin, verður fyrst fyrir okkur nafn-
ið Claude Young, en það er náungi, sem hefir aflað sér skjótrar
frægðar sem spretthlaupari. Hljóp hann á 10,5 sek. Þarna vantar
þó ýmsa gamla kunningja, svo sem Hollendinginn Osendarp og
Svíann Strandberg, sem varð nú annar á sænska Meistaramótinu
í fyrra, og er hann nú 9. á heimsafrekaskránni með 10,8 sek.
Sænski meistarinn, Stig Hákansson, hljóp á 10,4, en af einhverj-
tun ástæðuin þótti ekki fullt mark á því takandi. Hann er nú bezti
maður Svíþjóðar í ár með 10,6.
Á Bandaríkjameistaramótinu í fyrra kom fyrir mjög fyndið at-
vik, sem ekki er úr vegi að skýra frá: Það var i úrslitahlaupinu
í 100 m. hlaupinu. Allt hafði gengið slysalaust í undanrásunum,
en nú hófust vandræðin, ræsirinn gat ómögulega hamið keppend-
urna, þeir þutu alltaf upp áður en skotið reið af. Þarna voru
líka saman komnir sex negrar, (þetta voru fyrstu alsvörtu úrslitin
í sögu mótsins) og sumir þeirra alræmdir fyrir taugaspenning,
eins og t. d. Herbert Tliompson og Ed’ Conwell. Hver keppandinn
eftir annan var nú rekinn úr leilc og loks var aðeins ræsirinn ein-
samall á brautinni. Var nú úr vöndu að ráða og skotið á þingi
og komu dómararnir sér þá saman um að taka alla keppendur
inn í aftur. I það skipti vann Claude Young á 10,5 sek.
I 200 m. hlaupinu eru tveir „drengir“ 1. og 3., háðir 17 ára að
aldri. Eru það Charles Parker, Bandaríkjameistari í 200 og topp-
maður 1943, með 20,6 sek. og John Stoney, Ástralíu, sem var al-